Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 185
185Borgfirðingabók 2010
að berjast af kappi og jafnvel vægðarleysi án þess að flekka skjöld
sinn. Og síðast en ekki sízt er þess að geta að hann var gæddur
brenn andi áhuga og miklu starfsþreki. Ég er þess fullviss, að hefði
Jóni Blöndal orðið lengri lífdaga auðið og hann verið heill heilsu,
hefði hann orðið meðal atkvæðamestu stjórnmálamanna íslenzkra.
Slíkir voru hæfileikar hans til starfs á því sviði.
Skapgerðarlýsingu er einnig að finna í minningargrein Þorkels
Jóhann essonar í Tímanum 10. nóvember.
Í framgöngu var hann látlaus og prúður og jafnan vel stilltur, en
þó ætla ég, að skapið væri í heitara lagi, jafnvel óvenju ríkt, en tamið
svo vel að ég ætla, að sjaldan hafi þar brugðizt taumhaldið.
Jón samdi nokkur lög fyrir karlakór. Komu tíu þeirra út í hefti
haustið sem hann lést og á sama tíma einblöðungur með lagi í
dægurlagastíl og nefnist það Nú andar næturblær við texta Tómasar
Guðmundssonar. Hann vann að undirbúningi útgáfunnar árið sem
hann dvaldi í Danmörku. Axel Arnfjörð píanóleikari raddsetti lögin.
Axel er einn af huldumönnunum í íslenskri tónlistarsögu og mætti
kanna sögu hans nánar.
Ekkert laga Jóns hefur orðið viðlíka þekkt og lögin Nótt og Nú sefur
jörðin sumargræn eftir Þorvald, en ólíklegt er annað en að eitthvert
þeirra hafi verið flutt af kórum í Borgarfirði. Sé svo ekki er tími til
kominn. Einnig má benda Rangæingum á lagið Ó, Rangárgrundin
glaða, kvæði Matthíasar Jochumssonar. Textaval Jóns er áberandi
öðruvísi heldur en val Þorvaldar. Átta karlakóralaganna tíu geta
flokkast sem ættjarðar- eða baráttusöngvar. Í heftinu er aðeins eitt
harmljóð. Það er Vinirnir hverfa, erindi Ríkarðs Jónssonar úr erfiljóði
hans um Sigvalda Kaldalóns. Það lýkur þessum pistli.
Vinirnir hverfa einn og einn
óðfluga leið til grafar.
Fellur úr bergi steinn og steinn,
strangur er dauðans mistilteinn.
Stend ég að lokum eftir einn
við endaskör hinztu nafar?
við endaskör hinztu nafar?