Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 195
195Borgfirðingabók 2010
skólans aðstöðuna en á kvöldin verði þetta ungmennahús fyrir öll
ung menni í sveitarfélaginu á aldrinum 16 - 25 ára og þá sjái húsráð
ungmenna húss um það starf sem fram fer. Aðstaðan var síðan form-
lega opnuð með viðhöfn 29. september 2009 og mættu margir til að
kynna sér nýja aðstöðu. Á þessum tíma hafði stjórn fyrra árs starfað
lengur til að ganga frá flutningum, en þann 18. nóvember var boðað
til aðal fundar Mímis og ný stjórn kosin. Hún lítur svona út:
Formaður: Hugrún Hildur Bjarnadóttir
Skemmtanastjóri: Ólafur Þór Jónsson
Gjaldkeri: Ingi Gunnar Kristbergsson
Ritari: Þórdís Sif Arnarsdóttir
Meðstjórnandi: Jóhann Snæbjörn Traustason
Mikið reynir á stjórnina þar sem fjármagn til starfsins hefur minnkað
og mikið mæðir nú á sjálfboðaliðum eins og víða í frítímastarfi á tímum
sam dráttar.
Í Aðstöðunni er til staðar skjávarpi, Playstation 2, Playstation 3,
DVD, pókerborð og billjardborð svo eitthvað sé nefnt. Þráðlaust internet
er á staðnum og einnig borðtölvur til notkunar.
Við flutninginn var sett upp aðstaða fyrir hljómsveitir og tónlistar-
menn í svokölluðu hljómsveitarherbergi þar sem allar græjur eru til
staðar til að semja og æfa tónlist og skapar það mikil tækifæri fyrir
tón listar menn í héraðinu. Við í stjórninni höfum reynt að standa fyrir
fjöl breyttu og skemmtilegu starfi, héldum til að mynda Fifa-mót, stelpu-
kvöld, jólaútvarpskvöld og höfum sýnt marga fótbolta- og körfubolta leiki
við fínar undirtektir. Það náði ákveðnum hápunkti þegar NBA stjörnu-
leikurinn var sýndur aðfaranótt 15. febrúar og um fjörutíu manns komu
til að fylgjast með leiknum. Stærstu atburðir vetrarins voru þrír, fyrst
þegar Ungmennahúsið Mímir bauð upp á hópferð í Bláa lónið 5. febrúar
2010. Alls fóru um 25 ungmenni á rútu frá Sæmundi fljótlega eftir skóla
og vorum við komin í Bláa lónið um klukkan 17:00, þar vorum við í
góðan tíma og höfðum það mjög gott. úr Bláa lóninu var síðan haldið
áleiðis heim með viðkomu á matsölustað til að seðja hungrið.. Ferðin
heppnaðist með eindæmum vel og þótti afar skemmtileg, og er það vilji
okkar í stjórninni að endurtaka leikinn. Næst má nefna að í samstarfi við
Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar hélt Ungmennahúsið Mímir
Söng keppni NMB og Mímis. Undirbúningur fyrir þá keppni hófst strax
eftir áramót 2009 -2010. Þá var skipuð sérstök söngkeppninefnd, þar
sem voru fulltrúar úr hvorri stjórn. Keppnin átti frá upphafi að verða