Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 197
197Borgfirðingabók 2010
Starfsemi Háskólans á Bifröst árið 2009
1. Kennsla og fjölgun nemenda
Skólinn er sjálfseignarstofnun og verður 92 ára gamall á þessu ári
en hefur frá 1990 starfað sem háskóli á sviði félagsvísinda. Bakland
skólans eru Samtök atvinnulífsins, sem eru heildarsamtök fyrirtækja
á Íslandi. Skólinn gegnir nú þríþættu hlutverki, þ.e. háskóli,
frumgreinadeild og símenntun. Skólinn er ein stærsta rekstrareining
í Borgarbyggð. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt og nú stunda
um 1.300 nemendur nám við skólann og á Bifröst búa um 600 manns.
Kennt er bæði í staðnámi á Bifröst og í fjarnámi yfir netið, en nemendur
koma þó á Bifröst á vinnuhelgum eða yfir nokkurra vikna tímabil á
sumrin. Við skólann er mjög fullkominn fjarkennslubúnaður.
Eftirfarandi sex námsleiðir eru í grunnnámi og eru þær fjórar
námsleiðir skáletraðar sem ekki eru kenndar við aðra háskóla hérlend-
is: diplóma í viðskiptafræði, viðskiptafræði, Business Administration,
viðskiptalögfræði, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS)
og alþjóðafræði.
Eftirtaldar átta námsleiðir eru í meistaranámi og eru þær fimm
námsleiðir skáletraðar sem ekki eru kenndar við aðra háskóla hér-
lendis eða voru fyrst kenndar á Bifröst: Alþjóðleg viðskipti, alþjóðleg
fjármál og bankastarfsemi, stjórnun heilbrigðisþjónustu, ML í lög-
fræði, skattastjórnsýsla, evrópskur viðskipta- og félagaréttur, menn-
ingar stjórnun og Evrópufræði.
DR. ÁGúST EINARSSON REKTOR