Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 200
200 Borgfirðingabók 2010
nám sem hentar þeim sem vilja skoða samtímann og skapa sér fram-
tíð á gagnrýninn og skapandi hátt. Námið hefur vakið athygli hér
heima og erlendis, enda er um nýsköpun í menntun að ræða.
Háskólinn á Bifröst hefur nýlega gert samning við Háskóla Íslands
um samstarf um meistaranám í menningarfræðum og á í við ræð um
við Háskólann á Akureyri um samstarf um meistaralínu í alþjóð-
legum viðskiptum og við Háskólann í Reykjavík um meistara línu í
Evrópu fræðum.
4. Fjármál og fasteignir
Árið 2009 markaðist ekki hvað síst af hruninu. Skólinn brást strax við
því með því að taka inn nýja nemendur haustið 2008 og um áramótin
2008/2009. Jafnframt var aukið við námsráðgjöf og sett á laggirnar
ókeypis fjármálaráðgjöf fyrir nemendur og starfsmenn, en skólinn
var, að því best er vitað, eini háskólinn sem gerði slíkt.
Á árinu 2009 var ljóst að taka yrði á verðbólgu ásamt samdrætti
í samfélaginu, sem kom fram í auknum kostnaði og minni tekjum
skólans. Launakostnaður er helsti kostnaðarliðurinn. Á árinu 2009
var fækkað um nokkra starfsmenn. Starfsmenn tóku á sig um 8-9%
launa lækkun, en þó skerðast laun ekki hjá starfsfólki með undir
350.000 kr. á mánuði. Starfshlutfall hjá nokkrum starfsmönnum var
minnk að. Þessar aðgerðir nutu stuðnings starfsfólks. Fjárhagsstaðan
er góð og skólinn var rekinn með hagnaði árið 2009. Í áætlun ársins
2010, sem var samþykkt í desember 2009, er gert ráð fyrir hagnaði.
Árið 2007 seldi skólinn mest af húsnæði sínu til Nýsis hf. sem síð-
ar fór í þrot. Árið 2009 voru eignirnar keyptar til baka og undan farna
mán uði hefur í samstarfi við viðskiptabanka skólans verið unn ið að
fjárhags legri endurskipulagningu nemendaíbúða sem lauk á árang-
urs ríkan hátt.
Leiguverð var lækkað á Bifröst. Við keyptum af Loftorku í Borg-
arnesi eignarhlut þeirra í nýjustu nemendaíbúðunum, Hamragörðum,
og einnig keyptum við af Bifur neðstu hæðina í Hamragörðum þann-
ig að skólinn á einn alla Hamragarða. Byggingin Sjónarhóll er við-
varandi deilumál við verktaka vegna vanefnda hans og er það mál
rekið fyrir dómstólum.
Skólagjöld voru óbreytt þrjú ár í röð, 2007-2009 en þá hækkuð
lítillega. Háskólinn á Bifröst rekur kaffihús allt árið og gistiheimili