Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 204
204 Borgfirðingabók 2010
nemendur yrðu þá að koma inn í hafið nám og hefðu í mörgum tilvikum
misst af nauðsynlegum fornámskeiðum. Alls hófu 114 nýnemar nám á
haustmánuðum, en þess ber að geta að ekki er tekið inn á allar brautir
árlega. Þá má geta þess að farið var af stað með hóp MS nema í
skipulagsfræðum en mikill áhugi hefur verið fyrir slíku námi nú um
árabil.
Vel gekk að afla rannsóknastyrkja á árinu og mikil gróska í rannsókna-
starfinu, en rannsóknir teljast vera um 60% af heildarumfangi starfa og
veltu hjá LbhÍ.
Endurmenntunardeildin var mjög virk, en um 1800 manns sóttu nám-
skeið á vegum deildarinnar á síðasta ári. Stærstu námskeiðaraðirnar eru
Reiðmaðurinn og Grænni skógar, en þar er í báðum tilvikum um að ræða
tveggja ára einingarbært nám sem byggir á samfelldri röð námskeiða.
Færri komust að en vildu í þessi námskeið.
Árið 2009 var ákveðið tímamótaár í sögu Landbúnaðarháskóla
Íslands. Á þessu ári voru 120 ár liðin frá því að fyrsti nemandinn innrit-
aðist til náms á Hvanneyri, sem markar upphaf skólastarfs á staðnum.
Þá voru liðin 70 ár frá því að garðyrkjumenntun hóf göngu sína og
markar þannig árið 1939 upphaf starfsins á Reykjum í Ölfusi þar sem
höfuðstöðvar garðyrkjunámsins eru. Þessu til viðbótar voru 60 ár liðin
frá því að fyrstu búfræðikandídatarnir útskrifuðust, en þann lærdómstitil
báru háskólamenntaðir Hvanneyringar allt til ársins 1999.
Þá má telja það til verulegra tímamóta að í kjölfar yfirgripsmikill-
ar úttektar erlendrar sérfræðinganefndar síðla árs veitti Menntamála-
ráðherra LbhÍ formlega heimild til þess að bjóða fram doktorsnám á
fræðasviðum skólans og útskrifa fólk með doktorsgráðu.
Margar meistaravarnir voru haldnar á árinu, en það er ekki vafi á
því að meistaranámið við LbhÍ hefur þróast gríðarlega vel með gæði
og metnað að leiðarljósi. Hefðbundin brautskráning nemenda LbhÍ á
Hvanneyri fór síðan fram með glæsilegum hætti þann 29. maí og var
athöfnin að venju í Reykholtskirkju.
Geysilega mikilvægur þáttur í rekstri framhaldsnáms við LbhÍ er
þátt taka í NOVA háskólanetinu sem er samstarf 9 norrænna háskóla um
rekstur sameiginlegra meistara- og doktorsnámskeiða. Um áramótin tók
LbhÍ við formennsku í þessu netverki og mun reka NOVA skrifstofuna
næstu 2 árin. Henni fylgir verulegt umfang, en starfsemin er rekin á þátt-
töku gjöldum háskólanna í hlutfalli við stærð þeirra.
Brautskráning nemenda úr Landgræðsluskólanum fór fram í byrjun
október. Starfið hefur gengið afar vel, en þetta árið lauk hinu þriggja