Borgfirðingabók - 01.12.2010, Side 215
215Borgfirðingabók 2010
Samhliða þessari vinnu er hafinn undirbúningur að greiningu áhættu-
viðmiða (e. acceptance level) hættumatsins. Leita þarf upplýsinga um
gróðurfar, veðurfar, þéttleika og samsetningu byggðar, kanna tæki á
svæðinu og mannafla til viðbragða, athuga vegakerfi og flóttaleiðir og
hvernig tryggja megi vatnsöflun, svo eitthvað sé nefnt. Þá þarf að spyrja
hversu alvarleg hættan er, þ.e. hvert sé tjónnæmið (e. vulnerability) og
hvort veikir hlekkir séu í samfélagsinnviðum (e. infrastructure). Skorra-
dalshreppur leitaði til Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (Arls)
um samvinnu að hættumatsverkefninu í ljósi mikilvægis „samhæfðra al-
manna varnaviðbragða“, sbr. 1. grein almannavarnalaganna. Það er sam-
eigin leg túlkun þessara aðila að eðlilegt sé að flokka skógarelda undir
„aðrar ástæður“ sem fram koma í markmiðsgrein laganna (1. gr) og á
þeim forsendum kemur Arls að vinnu hreppsins. Einn sameiginlegur
fundur hefur verið haldinn með fulltrúum frá Arls ásamt fulltrúum frá
Almanna varnanefnd MBD, Brunamálastofnun, Náttúurfræðistofnun,
Slökkvi liði BSE&M og Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskól-
ans auk fulltrúa Skorradalshrepps. Rætt er um að mikilvægt sé að fá
einn ig Slysavarnafélagið Landsbjörgu að þessari vinnu þar sem björg-
unar sveitir verða kallaðar til komi til skógarelda.
Ljóst er að margir þurfa að koma að hættumatsverkefninu með ein-
um eða öðrum hætti og mun sveitarfélagið halda utan um þá vinnu,
a.m.k. fyrst um sinn. Þótt unnið sé að sértæku verkefni í Skorradal að
þessu sinni leggur sveitarfélagið áherslu á að um mikilvægt fordæmi
er að ræða. Samvinna framangreindra aðila miðar að gerð samræmdra
áhættu viðmiða sem vonandi nýtast við hættumatsgerð annarra aðila, svo
sem tryggingafélaga, sem hugsanlega munu koma að þessari vinnu í
fram tíðinni.
Hvað með tryggingamálin?
Viðlagatrygging er lögbundin náttúruhamfaratrygging15 sem bæt ir
beint tjón á tryggðum eignum af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðu-
falla, snjóflóða og vatnsflóða. Hún bætir ekki tjón af völdum annarra
náttúruhamfara.16 Enn sem komið er ná lög um Viðlagatryggingu því
ekki yfir skaða í skógum, þrátt fyrir talsverða vinnu Landssamtaka
skógareigenda að málinu. Í þeirri vinnu hefur komið fram að
15 Lög nr. 55/1992
16 http://www.vidlagatrygging.is/