Borgfirðingabók - 01.12.2010, Page 216
216 Borgfirðingabók 2010
lágmarksskilyrði þurfa að vera fyrir hendi, m.a. að brunavarnaáætlun
sé til yfir skógarsvæðið og að brunavarnaaðilar hafi aðgang að góðum
skógarkortum þar sem vatnstökustaðir, vegir og fleiri atriði eru merkt
inn. 17
Án efa verður ekki auðsótt mál að bæta skógareldum á frístunda-
svæðum við lögbundið hlutverk Viðlagatryggingar. Tryggingin hefur
um áratuga skeið bætt tjón af völdum snjóflóða og jarðskjálfta en
hefur hins vegar ekki fjárhagslega möguleika á stórstyrkjum, hvorki
til mótvægisaðgerða né rannsókna. Þegar snjóflóðin miklu urðu á
árun um 1994 og 1995 fór strax mikil vinna í gang og Viðlagatrygging
bætti tjón af þeirra völdum.
Hættan er sú „að barnið“ þurfi að „detta ofan í“, þ.e. að stórbruni
og mannskaði muni eiga sér stað á frístundasvæði áður en til umræðu
kemur að bæta tjónabótum vegna skógarelda á frístundasvæðum
við hlutverk Viðlagatryggingar. Að minnsta kosti verður að taka
brunavarnir á frístundasvæðum til gagngerrar endurskoðunar,
áður en að því kemur. Þá er enn langur vegur frá því að almennu
tryggingafélögin ljái máls á tryggingum gegn skógareldavá á
frístundasvæðum af þeirri einföldu ástæðu að þeim þykir áhættan allt
of mikil eins og hún er í dag.
Hvað með skógareldasjóð, hliðstæðan ofanflóðasjóði?
Sérstakur sjóður ríkisins, ofanflóðasjóður, er í vörslu umhverfis-
ráðuneytisins og eru tekjur hans tilgreindar í lögum um sjóðinn18.
Sjóðurinn var stofnaður í kringum rannsóknir og mótvægisaðgerðir
vegna snjóflóða og skriðufalla en ekki til að bæta tjón af völdum
slíkra náttúruhamfara, enda er það verkefni Viðlagatryggingar. Komið
hefur fram sú hugmynd að stofnaður verði sérstakur sjóður, hliðstæður
Ofanflóðasjóði, sem hafi það verkefni að greiða fyrir hættumat, rannsóknir
og aðrar varnaraðgerðir vegna skógareldavár og er hugmyndin allrar
athygli verð. Tekjustofn slíks sjóðs gæti t.d. verið hluti af fasteignamati
alls húsnæðis á gróðureldahættusvæðum. Hins vegar mætti hugsa sér að
hlutverk Ofanflóðasjóðs yrði víkkað út þannig að sjóðurinn gæti styrkt
17 Björn B. Jónsson (2009). „Grunnvinna við brunavarnir í skógrækt á lokastigi“. Við skógareigendur,
s. 12
18 Lög nr. 49/1997