Borgfirðingabók - 01.12.2010, Side 222
222 Borgfirðingabók 2010
Einarsson stýrði skólanum, en á þeim tíma var fitjað
upp á ýmsum nýmælum sem juku vinsældir og álit
skólans og urðu öðrum til fyrirmyndar. Meginhluti
hennar er frásögn í annálsformi um hvert skólaár
fyrir sig, sótt í skólaminningabækur ársins, en
sú bóka gerð átti upphaf sitt á skólastjórnarárum
Vilhjálms. Kennarar og nokkrir nemendur rifja upp
minn ingar frá árunum í Reykholti, birt eru ljóð og
gaman bragir úr skólalífinu, einnig kaflar úr ræðum
skóla stjóra við ýmis tækifæri, Látinna starfsmanna
er minnst. Í heild gefur bókin nokkuð ljósa mynd af skólalífinu og
skýrir fyrir þeim er ekki þekktu til hvað skapaði vinsældir og virðingu
skólans undir stjórn Vilhjálms, en heldur um leið á lofti minn ingu
þess merka starfs er unnið var í héraðsskólunum sem nú er endur-
minning ein.
Kirkjur Íslands 13. og 14. bindi
Friðaðar kirkjur í Borgarfjarðarprófastsdæmi I.- II. Hið íslenska
Bókmenntafélag - Þjóðminjasafn Íslands – Húsfriðunarnefnd –
Biskupsstofa Borgarfjarðarprófastsdæmi. Reykjavík 2009
Eins og nafnið ber með sér fjalla bækur þessar
um friðaðar kirkj ur í héraðinu. 13. bindi segir frá
kirkjum á Akranesi, Fitjum, Gils bakka, Hvann-
eyri, Innra-Hólmi, Leirá, Reykholti og Stóra-
Ási. 14. bindi fjallar um Akrakirkju, Álfta nes-
kirkju, Álftártungukirkju, Borgar kirkju, Hjarðar-
holtskirkju, Hvammskirkju og Stafholts kirkju.
Greinar gerð þessi er alls staðar eins uppbyggð.
Fyrst kemur kafli um kirkju staðina þar sem rakin er
saga staðarins, getið breytinga á sókn um, greint frá
prestum er þar sátu og helstu atriðum í þróun eignar halds og efnahags
kirknanna. Næst er kirkjuhúsum lýst og fylgja myndir og uppdrættir,
greint frá byggingasögu, kirkjusmiðum og bygg ingar kostn aði. Saga
viðhalds og endurbóta er sögð og hverjir þar komu að verki. Þá er
sérstakur kafli um búnað og kirkjugripi, graf ist er fyrir um aldur
þeirra og sögu, hverjir gerðu þá, hvaðan þeir voru fengn ir og hverjir
gáfu kirkjunni þá. Síðast er fjallað um kirkju- garða, umbúnað þeirra