Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 10
356 öldungadeildar þingsins og þurfi þá samþykki a.m.k. 2/3 þing- manna sem eru viðstaddir atkvæðagreiðslu.17 Í 2. mgr. VI. gr. er síð- an sérlega mikilvægt ákvæði þar sem segir að þjóðréttarsamningar skuli ásamt stjórnarskrá og settum lögum á grundvelli hennar tel- jast til æðstu réttarheimilda ríkisins.18 Í 1. mgr. 2. hluta III. gr. er síðan áréttað að dómsvald dómstóla taki til framangreindra þjóða- réttarsamninga.19 Loks kemur fram í 10. mgr. I gr. að alríkið geri þjóðréttarsamninga en ekki einstök ríki. Þar sem stjórnarskráin er ekki margorð um stöðu þjóðréttarsamninga og enn síður um þjóða- rétt almennt skiptir um 200 ára dómaframkvæmd um túlkun henn- ar í þessu tilliti afgerandi máli. Skal nú fyrst vikið að serstakri stöðu þjóðréttarsamninga í bandarískum rétti en síðan verður einnig vik- ið að stöðu annarra mögulegra réttarheimilda af meiði þjóðaréttar þar í landi. 3.2 Staða þjóðréttarsamninga í bandarískum rétti Hvað varðar gerð þjóðréttarsamninga af hálfu Bandaríkjanna þá hafa í framkvæmd orðið viðurkenndar tvær aðrar aðferðir til við- bótar við þá sem mælt er sérstaklega fyrir um í ofangreindu ákvæði 2. mgr. 2. hluta II. gr. stjórnarskrárinnar. Í fyrsta lagi hefur orðið viðurkennt í framkvæmd að forsetinn geti allt eins farið þá leið að gera þjóðréttarsamninga með sama hætti og löggjöf er almennt sett, þ.e. með því að afla samþykkis fyrir samningi í báðum deildum þingsins með einföldum meirihluta bæði í fulltrúadeild og öld- ungadeild. Þess ber að geta að þingið getur jafnan ákveðið að skil- yrða samþykki sitt með fyrirvörum og þótt það sé ekki algengt þá hefur það stundum gerst að þingið hafni samningum eða að þeir dagi þar uppi, sbr. t.d. Stofnskrá Þjóðabandalagsins árið 1920 og Samn- ingurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn árið 1999.20 Í öðru lagi hefur síðan verið litið svo á að forsetinn geti einn staðið að gerð tiltekinna þjóðréttarsamninga sem varði frekari réttarfram- kvæmd, þ.e. annars vegar ef gild heimild til þessa telst liggja fyrir í lögum eða þjóðréttarsamningi eða ef um er að ræða athafnasvið þar 17 „He [þ.e. forsetinn] shall have Power, by and with the Advice and Consent of the Sen- ate, to make Treaties, provided two thirds of the Senators present concur.“ 18 „This Constitution, and the Laws of the United States which shall be made in Pursu- ance thereof; and all Treaties made, or which shall be made, under the Authority of the United States, shall be the supreme Law of the Land.“ 19 „The judicial Power shall extend to all Cases, in Law and Equity, arising under this Constitution, the Laws of the United States, and Treaties made, or which shall be made, under their Authority […].“ 20 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 168. Hér er átt við The Covenant on the League of Nations frá 28. júní 1919, en þjóðabandalagið var lagt niður 20. apríl 1946, og The Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty (CTBT) frá 10. september 1996, en sá samningur hefur ekki tekið gildi samkvæmt ákvæðum sínum.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.