Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 21
367 m.a. í þá veru að Bandaríkin viðurkenndu ekki lögsögu dómstóls- ins um málefni sem þeir sjálfir mætu sem svo að féllu undir eigin lögsögu þeirra sem ríkis. Eftir að AD dæmdi engu að síður svo árið 1984 að dómstóllinn hefði með réttu lögsögu til að fjalla um deilu- mál Níkaragva og Bandaríkjanna sem vísað var til hans firrtust Bandaríkin mjög við, drógu til baka yfirlýsingu sína um almenna lögsögu AD og neituðu jafnframt að viðurkenna lögsögu dómstóls- ins sem kvað engu að síður upp efnisdóm í málinu árið 1986. Í kjöl- farið sökuðu Bandaríkin AD um að taka hlutdræga afstöðu til pólit- ískra álitamála.67 Rétt er þó að halda því einnig til haga að ekkert ríki hefur jafn oft átt aðild að deilumálum fyrir AD og Bandarík- in.68 Annar dómstóll sem Bandaríkin hafa átt stormasamt samband við er Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag (ASD) sem settur var á fót árið 2002 með Rómarsamþykkt frá 1998 (RS).69 Bandaríkin studdu undirbúning að stofnun ASD og forsetinn undirritaði samþykktina árið 2000 þrátt fyrir óánægju með lögsöguákvæði RS sem fela m.a. í sér forráðasvæðislögsögu sem getur m.a. tekið til bandarískra her- manna sem taka þátt í aðgerðum í aðildarríkjum að RS, en þeirra á meðal er t.d. Afganistan. Ljóst varð að Bandaríkjaþing myndi að óbreyttu ekki fallast á fullgildingu RS og eftir að Bush stjórnin komst til valda magnaðist upp óvild í garð ASD. Birtist óvildin í því að Bandaríkin tilkynntu um afturköllun á undirritun RS árið 2002 sem þykir fáheyrður viðburður í alþjóðasamskiptum. Bandaríkin komu því þá einnig til leiðar að Öryggisráð SÞ samþykkti í skjóli VII. kafla Sáttmála SÞ bindandi ályktun nr. 1422/2002 sem mælti fyrir um tímabundna friðhelgi friðargæsluliða og annarra þeirra manna sem kæmu að aðgerðum á vegum SÞ en væru ekki frá aðildarríkjum að RS. Á meðan notuðu Bandaríkin svo tímann til að gera tvíhliða samninga við fjölda ríkja þess efnis að þau myndu ekki afhenda ASD bandaríska borgara og loks voru síðan sett sérstök lög í Banda- ríkjunum sem virtust m.a. fela það í sér að frelsa bæri með valdbeit- ingu ef nauðsyn bæri til bandaríska ríkisborgara sem yrðu fluttir til  John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 253; Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 76. 67 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 146 og 260-266; Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Secu- rity, bls. 77. 68 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 48. 69 Rome Statute of the International Criminal Court frá 17. júlí 1998, en samþykktin gekk í gildi 1. júlí 2002.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.