Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 26
372 staðið meira eða minna fyrir utan allt svæðisbundið samstarf á sviði mannréttinda í heimsálfum Ameríku.90 Bandarískt réttarkerfi þykir auk þess almennt ekki vera mjög móttækilegt eða vilhallt alþjóðlegum mannréttindarétti og endur- speglast það m.a. í áberandi tregðu dómstóla til að viðurkenna bein réttaráhrif þeirra mannréttindasamninga sem Bandaríkin eru þó að- ilar að. Virðist raunar almennt litið svo á að þeir samningar sem standi til þess að hindra eða refsa fyrir afbrot eigi ekki að hafa bein réttaráhrif og hefur það m.a. þótt eiga við um Samninginn um ráð- stafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð frá 1948 og um Genfarsamn- ingana frá 1949.91 Við þinglega meðferð hefur Bandaríkjaþing auk þess ítrekað séð ástæðu til að láta yfirlýsingu fylgja með mannrétt- indasamningum um að þeim sé ekki ætlað að hafa bein réttar- áhrif.92 Bandaríkin hafa enn fremur átt í ýmiss konar deilum við leið- andi stofnanir SÞ á sviði mannréttinda og m.a. í tengslum við ætl- aðan venjurétt á því sviði. Má sem dæmi nefna álit mannréttinda- nefndarinnar nr. 24/1994, þar sem nefndin lýsti því yfir hvað hún teldi til ófrávíkjanlegs venjuréttar í Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966 og mætti því ekki setja fyrirvara við, en því var kröftuglega andmælt af hálfu Bandaríkjanna.93 Hvað varðar hins vegar Mannréttindaráð SÞ þá tóku Bandaríkin virkan þátt í að koma á laggirnar endurbættu ráði árið 2006 en þátttaka þeirra þar hefur þó þótt umdeild á köflum og um tíma áttu Bandaríkin ekki fulltrúa þar sem þykir óvenjulegt.94 4.4 Önnur mikilvæg svið alþjóðasamvinnu Hér er aðeins ætlunin að veita stutt yfirlit um það hvernig þátttöku Bandaríkjanna hefur verið háttað varðandi ýmsa mikilvæga samn- inga á sviði alþjóðasamvinnu og þjóðaréttar. Áberandi er að Banda- ríkin eru ekki aðilar að afar mikilvægum þjóðréttarsamningum á vissum sviðum, t.d. á sviði hafréttar, alþjóðlegs umhverfisréttar o.fl. Það sem einnig er eftirtektarvert er að Bandaríkin virðast engu að síður undantekningarlítið taka fullan þátt í að móta slíka samninga, 90 Rhona K.M. Smith: Textbook on International Human Rights. Oxford 2014, bls. 134. 91 Átt er við Convention on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide frá 9. des- ember 1948 og Genfarsamninga I-IV um mannúðarrétt (í einu lagi gjarnan nefndir Geneva Conventions I-IV) frá 12. ágúst 1949. 92 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 160. 93 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 23-24 og 329-330. 94 Sjá t.d. umfjöllun um erfið samskipti fyrrum ríkisstjórnar G.W. Bush við ráðið í Ilias, Bantekas og Lutz Oette: International Human Rights Law and Practice. Cambridge 2013, bls. 153.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.