Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 27
373 sem aftur bendir til þess að þau vilji þannig hafa áhrif á það hvernig slík regluverk líta út án þess þó að takast á hendur þær skuldbind- ingar sem þeim tengjast.95 Bandaríkin eru tvímælalaust á meðal helstu strandríkja veraldar en engu að síður hafa þau enn ekki fullgilt Hafréttarsamning SÞ frá 1982 (HRS) sem gekk í gildi árið 1994.96 Aðildarríkin eru nú 165, auk ESB, og má telja víst að þorri reglna samningsins endurspegli nú gildandi þjóðréttarvenjur á sviði hafréttar. Tregða Bandaríkjanna við að fullgilda samninginn helgaðist öðru fremur af þeim ákvæð- um í XI. hluta hans sem lutu að því svæði sem heyrir til djúpsjávar- botnsins og var lýst sem sameiginlegri arfleifð mannkyns en sér- stakri stofnun, Alþjóðlegu hafsbotnsstofnuninni, var komið á fót til að stjórna vinnslu jarðefnaauðlinda á svæðinu.97 Var það raunar svo að þorri vestrænna iðnríkja var andsnúinn því fyrirkomulagi sem XI. hluti HRS gerði ráð fyrir en árið 1994 var komið til móts við ósk- ir þessara ríkja með sérstöku hafsbotnssamkomulagi sem fól í sér umtalsverðar breytingar á því efni sem var í XI. hluta HRS. Í kjölfar- ið gerðust t.d. aðildarríki ESB aðilar að HRS en Bandaríkin hafa enn ekki séð ástæðu til að klára fullgildingarferlið þó svo að gefin hafi verið sterk fyrirheit um það af hálfu stjórnvalda.98 Annað dæmi um mikilvægan þjóðréttarsamning sem Bandarík- in eru eða a.m.k. urðu ekki aðilar að er svokölluð Kyoto bókun frá 1997 við Loftslagssamning SÞ frá 1992 en Bandaríkin lögðust einnig mjög ákveðið gegn öllum tilraunum ríkja til að blása frekara lífi í það milliríkjasamstarf með svokölluðum Kaupmannahafnarsamþykkt- um árið 2010.99 Þá hafa Bandaríkin, ólíkt þorra ríkja, heldur ekki fullgilt Samninginn um líffræðilegan fjölbreytileika frá 1992.100 Enn ann- að dæmi um mikilvægan þjóðréttarsamning sem Bandaríkin hafa ekki talið tilefni til að fullgilda þrátt fyrir undirritun er fyrrgreindur Vínarsamningur um milliríkjasamninga frá 1969 sem endurspeglar í flestum efnum gildandi venjurétt en Bandaríkjaþing hefur ekki vilj- að fallast á útleggingar hans á ófrávíkjanlegum þjóðréttarvenjum 95 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 174-177. 96 Átt er við United Nations Convention on the Law of the Sea (LOSC) frá 30. apríl 1982. 97 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 237; Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 181. 98 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 239. 99 Átt er við The Kyoto Protocol to the United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC) en bókunin er frá 11. desember 1997 á meðan sjálfur rammasamningur- inn (þ.e. UNFCCC) var gerður 9. maí 1992. 100 Hér er átt við Convention on Biological Diversity (CBD) sem gerður var 5. júní 1992. Sjá umfjöllun í John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 338.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.