Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Side 29
375 nota Bandaríkin greinilega úrræði af ýmsu tagi til að stuðla sem best að eigin öryggi, svo sem þjóðréttarsamninga, alþjóðastofnanir, landsrétt, þvingunarráðstafanir og jafnvel styrki. Athyglisvert er að þótt yfirbragð ríkisstjórna forseta demókrata kunni oft að þykja nokkuð ólíkt yfirbragði repúblikana hvað varðar sýn þeirra á al- þjóðamál og afstöðu til þjóðaréttar almennt þá virðist þó heilt yfir afar áberandi eining í verki um þessa meginstefnu Bandaríkj- anna.104 Önnur spurning er svo hvort Bandaríkin skeri sig yfirleitt veru- lega úr sem stórveldi þegar kemur að því að styðja við þjóðarétt og alþjóðastofnanir? Því verður ekki fyllilega svarað á þessum vett- vangi en í fljótu bragði virðist þó sem að t.d. bæði Rússland og Kína séu a.m.k. allt eins hikandi við að takast á hendur skuldbindingar af meiði þjóðaréttar. Helsti munurinn virðist liggja í því að Bandaríkin hafa almennt mun fremur gert sér far um að taka virkan þátt við gerð réttarsakapandi þjóðaréttarsamninga þótt aðild fylgi síðan ekki í kjölfarið. Þótt vissulega megi gagnrýna Bandaríkin fyrir margt, eins og hér hefur þó aðeins verið gert með þeim hlutlæga hætti að reyna að varpa ljósi á staðreyndir um það hvernig þau hafa oft og tíðum dregið lappirnar gagnvart mikilvægum stofnunum og samningum á sviði þjóðaréttar, þá verður ekki framhjá því litið að Bandaríkin hafa síðasta árhundraðið eða svo gegnt lykilhlutverki í mörgu af því framsæknasta sem þó hefur þannig áorkast í alþjóða- samfélaginu. Mögulega er því eitthvað til í þeim bandaríska frasa að skárra sé þá að mega treysta á slíkt stórveldi sem þó aðhyllist rule of law fremur en á þau stórveldi sem fremur hafa hefð fyrir rule by law.105 104 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 237-238. 105 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 245.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.