Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 35
381 Lög verða ekki til í tómarúmi. Þeim er ætlað að afstýra hættum eða leysa vandamál. Lögin standa og falla með því hvernig þau svara kalli tímans, samræmast réttarvitund almennings og byggjast á viðurkenndum siðfræðilegum undirstöðum. Með þessu er vísað til þess að milli siðvitundar og laga þarf að ríkja ákveðið lágmarks- samræmi, hvort sem við teljum að lög séu sprottin af siðferði eða að siðferðið mótist af lögum. Verði gjáin þarna á milli of breið mun eitthvað þurfa undan að láta. Flestir þeir sem hafa tjáð sig um það efni eru sammála um að í slíku tilviki séu það lögin sem þurfi að aðlagast umhverfinu en ekki öfugt, meðal annars vegna þess að al- menningur þarf að bera lágmarksvirðingu fyrir lögum til að þau geti gegnt hlutverki sínu.2 Þannig má gera ráð fyrir að ranglát eða mjög vond lög séu ekki líkleg til langlífis. Þetta er nefnt hér vegna þess að sú „tilraun“ sem fyrr var nefnd og felur í sér sífellda útvíkk- un regluverksins er býsna djörf þegar haft er í huga að margt bend- ir til þess að á sama tíma láti önnur „regluverk“, þ.m.t. siðferði og trú, undan síga í okkar heimshluta. Linnulaus fréttaflutningur af kynferðisbrotum, jafnvel með til- heyrandi verknaðarlýsingum, sem fréttastofur veigra sér ekki við að senda inn á hvert heimili á öllum tímum sólarhringsins, færir því miður heim sanninn um það að mitt á meðal okkar búi æði margir sem ekki kunna að draga mörk milli dyggða og lasta, milli góðs og ills. Einkenni sjúks sálarlífs birtast okkur þannig daglega, en ekki er jafn auðvelt að greina hvar tekist er á við hina undirliggjandi kvilla. Hvar þiggur fólk leiðbeiningu, leiðsögn, andlega næringu og sið- menntun svo nokkuð sé nefnt? Á okkar öld, sem iðulega er kennd við upplýsingabyltingu, er enn ekki gerður nægilega skýr grein- armunur á raunverulegum upplýsingum, í besta skilningi þess orðs, og efni sem drepur hugsun og upplýsingu á dreif. Nútímasamfélagið, með allri sinni upplýsinga- og fjarskipta- tækni, löggæslu, vísindalegum framförum, menntastofnunum o.fl. ætti samkvæmt flestum mælikvörðum að hafa burði til að takast á við mál eins og kynferðisbrot gegn börnum. Árangurinn í þeim efn- um er þó í besta falli umdeilanlegur. Samkvæmt tölfræði úr árs- skýrslum frá embætti ríkissaksóknara gaf ákæruvaldið út 70 ákærur vegna kynferðisbrota á árinu 2001, en 93 ákærur vegna slíkra brota 2 Um þetta efni voru H.L.A. Hart og Lon Fuller nokkuð sammála, þótt þá hafi greint á um annað, sbr. fræga rökræðu þeirra sem hófst á síðum Harvard Law Review árið 1958. H.L.A. Hart: „Positivism and the Seperation of Law and Morality“. Harvard Law Review 1958, bls. 593; Lon Fuller: „Positivism and Fidelity to Law – A Reply to Professor Hart“. Harvard Law Review 1958, bls. 630. Hart varði einum kafla bókarinnar The Concept of Law (1961) í þessa umræðu og Fuller svaraði fyrir sig í bók sinni The Morality of Law (1963).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.