Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 39
385 legu leyti af djúprættum viðhorfum fólks til þess hvað sé rétt og hvað sé rangt. Allir fyrrnefndir þættir skipta án efa miklu við mótun þeirra viðhorfa. Þar sem þau viðhorf eru ekki aðeins vitsmunaleg, heldur einnig tilfinningaleg í bland, er hætt við að slík skoðanaskipti geti orðið viðkvæm. Þar með er þó ekki sagt að öll rökræða um þessi efni sé dauðadæmd eða að hana beri að forðast. Hér sem annars staðar þjónar vitsmunaleg umræða þeim tilgangi að draga fram sjónarmið, röksemdir og áherslur sem nýst geta þeim sem þurfa að setja reglur og framfylgja þeim. Fylgismenn bandarísku raunhyggj- unnar myndu raunar ganga svo langt að segja að sjónarmið þessi nýtist einnig dómurum og úrskurðaraðilum í störfum þeirra. Hvaða afstöðu sem lesandinn kann að hafa til raunhyggjunnar er í öllu falli ljóst að almenningsálitið vegur þungt við setningu og útfærslu þeirra reglna sem svara eiga kröfum samtímans um lögin sem leið- beiningar, sammæli eða fyrirmæli, sem uppfylla kröfur um skrán- ingu, birtingu, skiljanleika, samræmi o.s.frv.13 4. AÐGREINING LAGA OG SIÐFERÐIS Á vettvangi lögfræðinnar, í laganámi, í lagakenningum og síðast en ekki síst í lagaframkvæmd, fer talsverð orka í að greina lög frá öðr- um fyrirbærum, svo sem kurteisisreglum, siðareglum, trúarreglum o.s.frv. Þannig má segja að hugtakið lög geymi nú einungis brot af því víðfeðmi sem bjó í hinni fornu merkingu þess, þegar tilvísun til laga vísaði til reglna af fjölbreyttum uppruna.14 Ekki verður hér gert lítið úr því gagni sem sú aðgreining hefur skilað okkur. Gagnsemin mælist ekki síst í því að afmarka, flokka og greina viðfangsefni, hugtök, reglur og meginreglur. Aðgreiningin eykur á trúverðug- leika lögfræðinnar, ekki síst með því að straumlínulaga verkferla við úrlausn deilumála. Aðgreiningin dregur úr líkum á því að menn blandi saman óskyldum hlutum. Áherslan á þessa aðgreiningu stafar að mestu frá hugmynda- fræði vildarréttarins, sem segja má að fyrst hafi litið dagsins ljós í riti Johns Austin, „The Province of Jurisprudence Determined“, sem út kom í Englandi árið 1832.15 Þótt margar staðhæfingar Austins hafi síðar sætt gagnrýni og endurskoðun16 stendur sú fullyrðing hans enn í kjarna vildarréttarins að milli laga og siðferðis séu engin 13 Sjá til hliðsjónar dæmisögu Lon L. Fuller af Rex konungi, Lon L. Fuller: The Morality of Law. New Haven 1969, bls. 33 o.áfr. 14 Sigurður Líndal gerir þessu nokkur skil í ritum sínum, sjá m.a. Um lög og lögfræði: Grundvöllur laga – réttarheimildir, bls. 3. Í þessu samhengi er heldur ekki úr vegi að geta gríska orðsins nomos, sem getur staðið fyrir siðvenju og hefð, en einnig lög. 15 John Austin: The Province of Jurisprudence Determined. Cambridge 1995. 16 Ber í því sambandi helst að nefna hið víðfræga rit eftir H.L.A. Hart: The Concept of Law. Oxford 1961.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.