Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 47
393 7.2 Lagareglur eru mikilvægar en geyma aðeins enduróm djúpstæðari gilda Eins og áður hefur verið vikið að er veröld okkar njörvuð niður með ákvæðum setts réttar. Þar sem tiltekið siðferði markaði áður grund- völl daglegs lífs virðist lögum nú víða ætlað að vera hinn fasti punktur og afmarka lágmarksviðmið í daglegri breytni okkar. Þar með er þó ekki allur vandi leystur. Af hálfu lögreglu, ákæruvalds, dómstóla og fangelsisyfirvalda er gríðarlegri orku eytt í að rann- saka, fjalla um og eftir atvikum refsa fyrir afbrot. Kjósi menn að nálgast glæp og refsingu aðeins sem utanaðkomandi þátt, í stað þess að vinna gegn óæskilegri hegðun með því að höfða til „betri manns“ hvers og eins borgara, þá er sú nálgun að öllum líkindum of þröng. Lögin geta ekki að öllu leyti komið í stað heildstæðrar og ígrundaðrar siðfræðilegrar afstöðu. Gera má atlögu að siðferðishugtakinu úr ýmsum áttum, þ. á m. með því að segja að hið svonefnda almenna siðferði sé, þegar öllu er á botninn hvolft, ekkert annað en almenningsálitið eins og það birt- ist í skoðanakönnunum hverju sinni. Bæta mætti því við að almenn- ingsálitið lúti duttlungum áróðursvéla sem hagsmunahópar halda úti, með tilheyrandi kostnaði, daglangt og árlangt. Ennfremur mætti vísa til menningarlegrar afstæðishyggju því til stuðnings að enginn algildur siðfræðilegur sannleikur sé til. Mælikvarðinn á rétta hegð- un og ranga búi aðeins í siðum ólíkra samfélaga.31 Takmarkanir slíkrar hugsunar birtast hins vegar í því að flest samfélög eiga til- teknar grundvallarreglur sameiginlegar, sem haldið hafa velli um aldir, svo sem að líf manna og heilsa séu mikilvæg og beri að virða, að loforð beri að halda, að vernda beri ungviði o.s.frv. Ofar þessum siðferðilega kjarna standa sígildar mannlegar dyggðir. Hvað sem breytilegum áherslum valdahafa kann að líða getur allur meg- inþorri fólks sammælst um að leggja beri ýmsar dyggðir til grund- vallar allri umgjörð daglegs lífs, samskipta og sambúðar, svo sem hugrekki, hófsemi og visku. Þrátt fyrir allar dægursveiflur sýnir sagan að gildi sem þessi eru býsna stöðug. Hinar klassísku dyggðir hafa fætt af sér siðferðisreglur sem einnig eru stöðugar. Slíkar sið- ferðisreglur eiga sér sömu markmið og lögin, þ.e. að koma á og við- halda stöðugleika, stuðla að friðsamlegum samskiptum manna og jafnvel fyrirsjáanleika. Samleið laga og siðferðis nær þó enn lengra. Birtist það m.a. í því að handhafar löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds hljóta að veigra sér við að brjóta í bága við rótgróin sið- ferðisgildi. Ætli löggjafinn sér t.d. að setja lög sem grafa undan grunngildum samfélags eða réttlætiskennd alls þorra manna, eru 31 Sjá nánar t.d. James Rachels: Stefnur og straumar í siðfræði. Reykjavík 1997, bls. 32 o.áfr.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.