Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 48
394 slík lög ekki líkleg til að halda gildi um langa hríð. Við slíkar að- stæður er jafnvel harðasta vopnavald ólíklegt til að halda sterkri siðferðilegri undiröldu í skefjum til langframa. Hver og einn borg- ari gegnir mikilvægu hlutverki í þessu stóra samhengi. Það er hlut- verk sem krefst meðal annars árvekni, ábyrgðar og þátttöku í al- mennri umræðu. Hafandi sagt það sem fyrr greinir um þau siðferðisgildi sem staðist hafa tímans tönn er þó nauðsynlegt að taka fram að enn mætti lýsa samræðum okkar um siðferðismál með þeim orðum Vol- taires að þar sé aðeins fáfengilegur hávaði á ferð.32 Ástæðan er sú að í erfiðum málum þar sem báðir eða allir hlutaðeigandi aðilar hafa nokkuð sér til varnar, þá veitir siðferðið sem slíkt engin svör við því hvernig leiða beri deiluna til lykta. Hvernig gætum við t.d. án laga leitt til lykta ágreining um það hvort samkynhneigðir einstalingar skuli fá að ganga í hjúskap hver með öðrum? Það er við þessar að- stæður sem okkur verður mikilvægi lagareglnanna ljóst. Lögin þjóna á þennan hátt auðsjáanlega þungamiðjuhlutverki í nútíma- samfélagi, en svo sem hér hefur verið vikið orðum að þá nægja jafn- vel ítarlegustu reglur ekki í öllum tilvikum. Eitthvað meira þarf til að koma svo menn geti með góðum vilja og öllum sínum mætti reynt að fylla sem best upp í tómarúmið sem stendur milli laganna og þess sem kalla mætti bestu tegund mannlegs samfélags, þar sem friður, farsæld, velsæld og kærleikur ríkja. Að mati undirritaðs er ástæðulaust að ýta slíku tali frá sér sem draumsýn. Hvar væri mann- kynið statt ef það hefði ekki virkjað ímyndunarafl sitt til að nálgast draumsýnina um betra líf? Hvað sem líður öllu tali um aðgreiningu laga og siðferðis telur höfundur að ýmis teikn séu á lofti um að þróunin sé nú frá aðskilnaði til sameiningar. Þegar það gerist, að menn sem brotið hafa gegn því sem kalla má gott siðferði, hafa brugðist trausti, ekki sýnt samborg- unum sínum lágmarksvirðingu o.s.frv., getur vel verið að til skamms tíma sé viðkomandi stætt á að vísa til þess að reglur skorti. Reynslan sýnir, svo ekki verður um villst, að gagnvart slíkum vörnum rís upp andófsbylgja og almenn krafa um viðbrögð af hálfu eftirlitsaðila eða ríkisins. Þannig verður til umhverfi þar sem lögin ganga sífellt lengra í því að setja reglur um það sem áður var eftirlátið almennri fram- kvæmd og siðvenju. Hið þanda regluverk er því ef til vill ekki einget- ið afkvæmi vildarréttarins. Hér sem annars staðar getur heildræn skoðun verið til skilningsauka, því krafan um sífellt víðtækari löggjöf er einnig myndbirting hinnar gömlu og klassísku afstöðu manna til laganna, þ.e. að lög eigi að vera í samræmi við gott siðferði, réttlæti og dyggðir. Að þessu athuguðu er freistandi að setja fram þá Ftilgátu 32 Voltaire: Zadig eða örlögin. Reykjavík 2007, bls. 47.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.