Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 57
403 Hafsteinn Dan Kristjánsson er aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Hafsteinn Dan Kristjánsson: NOKKUR ORÐ UM LÖGSKÝRINGARLEIÐIRNAR •1 EFNISYFIRLIT 1. SKOÐANIR FRÆÐIMANNA UM LÖGSKýRINGAR- LEIÐIRNAR 2. GLUGGAÐ Í LÖGSKýRINGARLEIÐIRNAR 2.1 Hinn merkingarfræðilegi rammi o.fl. 2.2 Nánar um inntak lögskýringarleiðanna 3. TENGSL LÖGSKýRINGARLEIÐAR VIÐ LAGAREGLUNA 1. SKOÐANIR FRÆÐIMANNA UM LÖGSKýRINGAR- LEIÐIRNAR Í dómsforsendum er stundum stuðst við orðalag á borð við að túlka beri lagaákvæði þröngt eða rúmt; eða þá í samræmi við (skýrt) orðalag þess. Hafa þetta verið nefndar lögskýringarleiðir. Eru þær almennt taldar vera þrjár: almenn lögskýring, rýmkandi lögskýring og þrengjandi lögskýring. Við lestur íslenskra fræðirita á sviði lög- skýringarfræði virðist mega draga þá ályktun að uppi sé ágreining- ur meðal fræðimanna um eðli lögskýringarleiðanna – inntak hug- takanna. Lýsir hann sér í fyrsta lagi í því að annars vegar hafa fræði- menn skýrgreint hugtökin út frá orðalagi lagaákvæðis og hins vegar 1 Ég færi þeim Flóka Ásgeirssyni og Vilhelmínu Ósk Ólafsdóttur, lögfræðingum hjá embætti umboðsmanns Alþingis, þakkir fyrir að hafa lesið drög að greinarkorninu og komið með athugasemdir um það sem betur mætti fara. • Þessi grein hefur staðist þær fræðilegu kröfur sem gerðar eru samkvæmt verklags- og ritrýnireglum Tímarits lögfræðinga.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.