Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Side 58
404 sem aðferðir sem gripið er til þegar vafi er fyrir hendi um hvort til- tekið tilvik falli undir lagaákvæði. Í öðru lagi snýst hann um það hvort rýmkandi lögskýring verði að rúmast innan lagaákvæðis og hver séu tengsl þeirrar lögskýringarleiðar við t.d. lögjöfnun. Í þriðja og síðasta lagi, að því er best verður séð, hverfist hann um það álita- efni hvort lögskýringarleiðirnar feli aðeins í sér lýsingu á niðurstöðu túlkunar lagaákvæðis eða séu aðferðir við að velja túlkunarkost. Verð- ur nú vikið að viðhorfum nokkurra fræðimanna til lögskýring- arleiðanna áður en þessi ágreiningur verður tekinn til nánari skoð- unar. Ármann Snævarr lýsir eðli lögskýringarleiðanna og tengslum þeirra við lögskýringarsjónarmið svo: Svo sem rakið hefur verið, horfa þessi atriði að því að leiða í ljós lögskýring- arkosti að frumstefnu til. Valið á þeim kostum ræðst af ýmsum sjónarmið- um, sem rakin hafa verið, og eru háð virðingu lögskýranda hverju sinni. Niðurstaða á því vali nefnist samheitinu lögskýringarleiðir. Þar er um að ræða árangur, málalok, af lögskýringarstarfseminni, en í fyrri tilvikum er verið að skjóta stoðum undir málefnalegt val á lögskýringarkostum, þ.e. undir ályktunina.2 Því næst lýsir hann lögskýringarleiðunum. Almenn lögskýring er lögskýring samkvæmt orðanna hljóðan. Efnisinntak ákvæðis er þá ákvarðað í samræmi við málvenjur, setningafræðileg sjónarmið og aðra textaskýringu. Jafnframt er því hafnað að lagarök eða lög- skýringargögn og –sjónarmið leiði til þess að velja beri „þrengri eða rýmri skilning en þann, sem nærlægur er samkvæmt þessu“. Þrengj- andi lögskýring sníði ákvæði þrengri efnisstakk en orð benda til og rýmkandi lögskýring „bætir við tilviki sem ekki rúmast innan ákvæðis samkvæmt textaskýringu“. Þá gerir Ármann greinarmun á rýmkandi lögskýringu og svonefndri rúmri skýringu. Hið síðar- nefnda sé túlkun lagaákvæðis „án þess að farið sé út fyrir vébönd þess samkvæmt textaskýringu“.3 Tekur hann þó fram að rýmkandi lögskýring sé lögskýringarkostur sem sé nærlægt að telja að laga- ákvæði taki til og varðar ákvörðun á efni þess. Þegar þeirri ákvörð- un er aftur á móti lokið taki við önnur fyrirbrigði, t.d. lögjöfnun. Efnisleg réttarregla sé í þessum tilvikum rýmri en orð lagaákvæðis gefa merkingarfræðilega til kynna. Þá útskýrir hann rýmkandi lög- 2 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði. Reykjavík 1989, bls. 477. 3 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 477. 4 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 478-479. 5 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 372.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.