Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Side 64
410
hugtökin geti samrýmst. Önnur leiðin snýst um niðurstöðu túlk-
unar og þá að réttarregla er mótuð almennt séð. Hin leiðin snýst um
niðurstöðu heimfærslu og þá að réttarregla er mótuð í ljósi ákveðins
tilfellis.
Kemur þá að lokum til skoðunar hvað lögskýringarleiðir eru,
þegar öllu er á botninn hvolft. Eru þær lýsing á niðurstöðu – þeim
túlkunarkosti sem er valinn – eða eru þær aðferðir við að velja túlk-
unarkost.26 Davíð Þór skipar sér í hóp með fræðimönnum sem að-
hyllast fyrri nálgunina. Hann segir að með þeim sé „í reynd aðeins
lýst niðurstöðu lögskýringarinnar“ og er hún fengin með beitingu
lögskýringarsjónarmiða og lögskýringarreglna. Nánar tiltekið séu
lögskýringarleiðirnar ekki „hluti af þeim meginrökum sem ráða
niðurstöðu, heldur fræðileg heiti sem menn hafa notað til lýsa mis-
munandi niðurstöðum“. Hann tekur þó fram að lögskýringarreglur
verða hluti af rökum fyrir niðurstöðu.27 Róbert á hinn bóginn lýsir
lögskýringarleiðunum, einkum rýmkandi og þrengjandi lögskýr-
ingu, sem aðferðum.
Ekki verður annað séð en að mögulegt sé að nota hugtökin bæði
til þess að lýsa niðurstöðu um val á túlkunarkosti (að niðurstaðan
sé í samræmi við orðalag lagaákvæðis, rýmri eða þrengra en það)
og sem tilvísun til aðferðar við val á túlkunarkosti (að tiltekið tilvik
sé fellt undir eða utan lagareglu). Svo virðist sem ekki sé mikill
skaði gerður með þessari ólíku notkun hugtakanna svo lengi sem
menn séu meðvitaðir um hana. Það er aftur á móti áhugavert álita-
efni hvort lögskýringarleiðirnar geti fræðilega verið skilgreindar á
hvorn veginn sem er og hvor nálgunin á inntak hugtakanna sé þá
meira sannfærandi.
Frá sjónarhorni Róberts er val á lögskýringarleið fjórða og loka-
stig lögskýringarferlisins, sem er fræðileg framsetning túlkunar
lagaákvæðis. Ekki verður betur séð en að samkvæmt honum séu
lögskýringarleiðirnar annað og meira en aðeins „fræðilegt heiti“ til
að lýsa niðurstöðu túlkunar lagaákvæðis. Leggja ber mat á heildar-
samhengi þess – annað og þriðja stigið í lögskýringarferli Róberts
– þar sem upplýsingar og lögskýringarsjónarmið eru greind og
metin. Að því búnu þarf að taka afstöðu til þess hvort vafi sé fyrir
hendi um það hvort tiltekið tilvik falli undir eða utan lagareglunn-
ar. Ef lítill eða enginn vafi er fyrir hendi er almenn lögskýring lögð
til grundvallar. Ef vafi er á hinn bóginn til staðar þarf að ákvarða
hvoru megin hryggjar tilvikið falli. Er það gert með beitingu rýmk-
26 Carl August Fleischer: Rettskilder. Osló 1995, bls. 126, segir að sumar lögskýringarleiðir
geti bæði verið lýsing á niðurstöðu og aðferð. Hann tilgreinir þó fleiri lögskýringarleiðir.
27 Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar. Kenningar, aðferðir og sjónarmið við skýringu og
beitingu laga, bls. 159-160.