Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 65
411
andi (undir) eða þrengjandi (utan) lögskýringu.28 Við það val koma
til skoðunar ýmis rök, leiðbeiningarsjónarmið og lögskýringarregl-
ur. Þar sem val á lögskýringarleið, samkvæmt þeim skilningi sem
verður lagður í viðhorf Róberts, hefur sjálfstæða þýðingu í lögskýr-
ingarferlinu og fyrir það álitaefni hvort lagaregla nái til tiltekins til-
viks standa rök til þess að lögskýringarleiðirnar séu ekki aðeins lýs-
ing á niðurstöðu heldur sjálfstæður þáttur í túlkun lagaákvæðis. Í
þessu sambandi má vekja athygli á því að Davíð þór tekur fram,
sem fyrr er getið, að lögskýringarreglur hafa áhrif á niðurstöðu
túlkunar lagaákvæðis.
Það álitamál vaknar hvort lögskýringarreglurnar, sem hér hafa
verið nefndar til sögu, hafi í fyrsta lagi sjálfstæða þýðingu og í öðru
lagi hvar í lögskýringarferlinu þær hafa áhrif og þá hvernig. Fyrra
álitaefnið rís vegna þess að spyrja má hvort þær leiði aðeins af öðr-
um lögskýringarsjónarmiðum, s.s. texta- og samræmisskýringu og
túlkun með vísan til eðlis máls og almennra matskenndra lagasjón-
armiða, og bæta þ.a.l. í reynd engu við lögskýringarferlið. Síðara
álitaefnið er uppi vegna þess að ekki er sjálfgefið, séu þær aðgreind-
ar frá öðrum lögskýringarsjónarmiðum, að þær hafi ólík áhrif og
komi til skoðunar á öðrum stöðum í lögskýringarferlinu en lögskýr-
ingarsjónarmiðin. Með öðrum orðum má spyrja af hverju t.d. mark-
miðsskýring sé ekki vegin gegn lögskýringarreglunni um að túlka
beri undantekningar þröngt?
Því er helst til að svara að þegar tekin er afstaða til þess hvernig
túlka ber lagaákvæði þarf að huga að innbyrðis samhengi og
tengslum einstakra þátta í þeirri starfsemi. Þessi tengsl þurfa að
endurspegla þau rök sem búa að baki þýðingu þeirra fyrir lögskýr-
ingarferlið, þ.e. að vera áhrifaþættir við túlkun lagaákvæðis í tiltek-
inni lagamenningu (réttarkerfi). Ein ástæða gæti verið sú að lög-
skýringarreglurnar (lagarökin), s.s. að túlka beri undantekningar,
refsiákvæði og undanþágur frá sköttum þröngt en réttindi rúmt,
eru almennt ekki skýrlega hluti af heildarsamhengi lagaákvæðis.
Þær tengjast þó yfirleitt efni og framsetningu lagaákvæðis, málefna-
sviði sem það tilheyrir og stöðu og tengslum þess við aðrar laga-
reglur og lagasjónarmið í réttarkerfinu. Tengjast þær einatt kröfum
réttarríkisins, mannréttindum og öðrum gildum í réttarkerfinu eða
á einstökum réttarsviðum.29 Þar sem þau standa utan heildarsam-
hengis lagaákvæðis, sé fallist á þessa ástæðu, en hafa samt þýðingu
fyrir túlkun þess, má leiða rök að því að ástæða sé til að halda þeim
utan við mat á heildarsamhengi þess og beita við val á lögskýring-
28 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 49-50, 283, 296 og 332.
29 Um gildi og túlkun lagaákvæða, sjá Jens Evald: Retskilderne og den juridiske metode.
Kaupmannahöfn 1997, bls. 66-73, 87-98, 104-108 og 118-129.