Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 71
417
uðum við frá öllum sjónarhornum, gangandi, siglandi og fljúgandi
í þyrlu. Sú upplifun að horfa á hvíta iðuna krýnda regnboga í grænni
umgjörð regnskógarins, sjá ótal fugla, stóra og smáa, leika sér að
ofurkröftum vatnsins, mun aldrei gleymast.
BOCCA JUNIOR OG FORSETI AKANDI UM Á BJÖLLU
Síðasta hluta ferðarinnar bjuggum við í gamla hafnarhverfi Buenos
Aries þar sem gömlum hafnarhúsum hefur verið breytt í veitinga-
staði og glæsihótel hafa verið reist. Þar voru kvöldin vel nýtt í að
snæða lungamjúkt argentínskt nautakjöt með dýrðlegu argentínsku
víni og reyna fyrir sér í tangó en dagarnir nýttir til skoðunarferða,
m.a. bátsferðar um „delta“ svæði Buenos Aries og hjólaferðar um
borgina. Nokkrir komust m.a.s. á fótboltaleik hjá Bocca Junior og
gátu fengið eiginhandaráritun hjá fótboltastjörnunum sem gistu á
hótelinu okkar fyrir leikinn. Stór hópur fór í dagsferð til Urugay til
að skoða portúgölsku borgina Colonia. Það var áhugavert að fá inn-
sýn í aðstæður í Uruguay sem eru allt aðrar og betri en í Argentínu.
Uruguay er lítið land með aðeins 3,5 milljónir íbúa sem eru margir
Alls 46 manns fóru í ferð Lögfræðingafélagsins til Argentínu haustið 2013.