Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 74

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 74
420 Úr klakaböndum Icesave var 1. febrúar 2013. Kristín Haraldsdóttir, sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík, og Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður, sem bæði voru í málflutningsteymi Íslands fyrir EFTA-dómstólnum, fjölluðu um forsendur dómsins og einstök álitaefni sem fram höfðu komið. Óáreiðanlegur framburður í sakamálum var 10. apríl 2013. Á fund- inum ræddu Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og Haraldur Stein- þórsson lögfræðingur, sem báðir voru í starfshópi innanríkisráðu- neytisins er skrifaði skýrslu um Guðmundar- og Geirfinnsmál, um niðurstöður skýrslunnar og veltu upp spurningunni hvort hætta væri á því að falskar játningar kæmu fram í núverandi réttarkerfi. Alls mættu 75 manns á þessa þrjá fundi. Efnahagsbrot eiga ekki að borga sig var yfirskrift fyrsta fundar félagsins árið 2014 sem haldinn var 20. febrúar síðastliðinn. Sigurð- ur Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykja- vík, og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru með er- indi, en þau voru í nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins sem skrifaði skýrslu um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum. Á fundinum fjölluðu þau um tillögur nefnd- arinnar, helstu ágalla á núverandi kerfi og úrbætur sem unnt væri að gera. Á fundinn mættu 35 manns. SAMEIGINLEGIR VIÐBURÐIR MEÐ LMFÍ OG DÍ Árlega halda Lögfræðingafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands tvo sameiginlega viðburði. Annar þeirra er sameiginlegt jólahlaðborð í byrjun aðventu og um hundrað manns sækja það að meðaltali. Hinn viðburðurinn er lagadagurinn en hann hefur verið haldinn frá árinu 2008 og er stærsti viðburður samfélags lögfræðinga þar sem stéttin sest niður, endurmenntar sig, veltir vöngum yfir stöðu mála og endar svo með kvöldskemmtun. Þess má geta að árið 2013 sóttu 430 manns lagadaginn. SAMSKIPTI VIÐ NORÐURLÖND Framkvæmdastjóri Lögfræðingafélagsins sækir árlega fund skrif- stofa norrænu lögfræðingafélaganna. Á þessum fundum er farið yfir starfsemi félaganna, hvað megi gera betur og svo framvegis. Nokkur munur er á félögunum þar sem flest þeirra eru stéttarfélög, en eingöngu íslenska og eistneska félagið eru rekin sem áhuga- mannafélög. Engu að síður eru þessir fundir gagnlegir og góðir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.