Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Page 76
422
Georgíu. Í námsferðum fá þátttakendur góða kynningu á dóms- og
réttarkerfi landanna sem eru heimsótt. Þannig fóru lögfræðingar á
fund hjá Dómarafélagi Argentínu og hittu síðan aðstoðarforseta
Hæstaréttar Argentínu. Einnig var þing landsins heimsótt og fund-
ur haldinn með tveimur þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu
sem sögðu frá stjórnmálaástandinu. Auk þess eru helstu ferða-
mannastaðir landanna heimsóttir og ferðirnar eftirminnilegar í alla
staði. Hægt er að lesa sögur frá þessum ferðum á heimasíðu félags-
ins.
ANNAÐ
Fjöldi félagsmanna síðustu ár hefur verið um 1150. Árið 2013 voru
524 áskrifendur að prentuðu hefti Tímarits lögfræðinga en 41 að
rafrænni útgáfu sem mismunandi mikið er greitt fyrir eftir þeim
fjölda sem hefur aðgang að því. Framkvæmdastjóri Lögfræðinga-
félags Íslands er Eyrún Ingadóttir og er hún í 25% starfi en skrifstof-
an er opin virka daga frá kl. 13:00-15:00.
STJÓRNIR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
Stjórn LÍ 2013-2014
Eyvindur G. Gunnarsson formaður, Hervör Þorvaldsdóttir varafor-
maður, Jónína Lárusdóttir ritari, Ólafur Þór Hauksson gjaldkeri,
Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga. Páll
Þórhallsson og Jóhannes Eiríksson voru meðstjórnendur.
Stjórn LÍ 2012-2013
Kristín Edwald formaður, Eyvindur G. Gunnarsson varaformaður,
Ólafur Þór Hauksson gjaldkeri, Jóhannes Eiríksson ritari og Mar-
grét Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga. Páll Þór-
hallsson og Hervör Þorvaldsdóttir voru meðstjórnendur.
Stjórn LÍ 2011-2012
Kristín Edwald formaður, Eyvindur G. Gunnarsson varaformaður,
Ólafur Þór Hauksson gjaldkeri, Jóhannes Eiríksson ritari, Margrét
Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga. Páll Þórhalls-
son og Hervör Þorvaldsdóttir voru meðstjórnendur.