Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 11
boð mikið, og fannst mér til um virðuleik húsbónda míns og hver
virðing honum var sýnd.
Ef við stöldrum aðeins við vegna þessa atviks, er ég áður lýsti, vil
ég minna á, að það gerðist á því Herrans ári 1914, en óðalsbóndinn,
sem reiddist, mun hafa verið fæddur laust eftir 1850 — ef til vill minn-
ugur harðra kosta á uppvaxtarárum, en Noregur er harðbýlt land sem
Island. Þá voru öll skilyrði ólík þeim, sem komin voru til sögunar
er þetta bar til, og svo gerólík sem hugsast geta skilyrðum þeirra vel-
gengnistíma sem við nú lifum á. Minnugur reynslu forfeðranna var
hann að gefa börnum sínum ráðningu, sem þau áttu að læra af og
muna, og hann gerði það með þeim hætti, sem honum flaug í hug á
þessari sömu stund — án umhugsunar um háttvísi — eða gleymdi hann
henni af ásettu ráði? Hann sleikti diskinn sinn. Þetta skyldi vera sú
ráðning, sem gleymdist ekki. Sjálfum hefur honum fundizt, að hann
væri að vara við hættum, öðrum og meiri er koma myndu í kjölfar
þeirrar borgarvenju að skilja eftir dálítið af mat á diskinum sínum, og
af því að skapið var mikið hlaut þetta gos að koma. Lyppast niðar gat
hann ekki. Og hann var óumdeilanlega sá, sem valdið hafði, sá, sem
hafði agað sín börn, er alin höfðu verið upp í þeim anda, að heiðra
föður sinn og móður svo þau yrðu langlíf í landinu. Enn voru þeir
tímar, er hið gamla var virt, það, sem gamalt var og gott — og ef til vill
líka sumt, sem var miður gott, og tengslin voru traust milli foreldra og
barna. Síðar — á lýðháskóla í Noregi 1917 — heyrði ég oft unglingana
syngja af innileik og tilfinningu: Du gamle mor du sliter arm, so sveitten
<?r som blod, eftir Aasmund Olavson Vinje.
Og þess er ljúft að minnast sem flests annars frá þessum löngu liðna
tíma.
En það varð stutt í Noregsdvölinni, mikklu styttra en ég hafði ætlað.
Eleimstyrjöld reið yfir og vegna óvissunnar um hversu lengi hún mundi
standa og siglingar heim óvissar ákvað ég að reyna að komast heim um
Danmörku, og á leiðinni frá Þrændalögum suður fjöllin til Kristjaníu
sat ég innan um tóma Þjóðverja, sem sungu við raust og hrópuðu annað
t'eifið: Til Parisar, til St. Pétursborgar.
Það átti að sigra heiminn með valdi vopnanna. Rödd Berthu von
Suttner, höfundar hinnar frægu skáldsögu Die Waffen Nieder var
þögnuð.
Ég hef rifjað upp nkkrar minningar frú sumrinu 1914 um atburði,
sem áttu sér stað áður en hildarleikurinn mikli, fyrri heimsstyrjökl,
hófst, og af þeim og fleirum bjarmar enn í huga mínum, en enginn má
^tla, að mér hafi ekki verið ljóst — og hafi jafnan verið — að þá, fyrr og
síðar, fór því fjarri að allt væri í ljómanum. Öll saga var þá sem ávallt
5
L