Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 27
Minningabrot
Útvarpscrindi urn
binar h. kvaran
og Ijóö hans.
Flutt 18./1. og 9./2.
sem „endurtekið efni‘c.
Meðal þeirra manna, sem mér eru flestum fremur minnisstæðir
frá bernskuárunum eru þeir Páll Melsteð sagnfræðingur, Björn
Jónsson ritstjóri og Einar Hjörleifsson Kvaran skáld. Þeir Páll
og Björn voru nágrannar föður míns. Páll átti heima í næsta húsi,
þar sem Kvennaskólinn var til húsa, stofnaður af eiginkonu Páls,
einni mestu ágætiskonu þessa lands, Þóru Melsteð. Enn í dag, er
ég minnist hans, er sem ég sjái hinn aldna þul sitja í gamla sófan-
um í skrifstofu föður míns, klæddan ,,slobrok“ með svarta húfu á
höfði, en þannig klæddur skauzt hann milli húsa á stundum, til
rabbs við föður minn. Öldungurinn sat þá gjarna með hendurnar
undir lærunum, — til þess að fá yl í þær, hugði ég. Hann var há-
aldraður orðinn, fæddur árið 1812, og orðinn kulvís. Elztu minn-
ingar mínar um hann eru frá því um aldamótin. Sjálfsagt hafa
þeir rætt bókmenntir og sagnfræði, faðir minn og hann, en Páll
var hinn mikli fræðari þjóðar sinnar um þau efni mikinn hluta
19. aldar og fram á þá tuttugustu, en eftir hann komu m. a. rit
um merkisatburðu mannkynssögunnar: Fornaldarsagan, Miðalda-
sagan, Norðurlandasaga og fleira, en á háskólaárum sínum las
Páll lög um hríð, og var um skeið settur sýslumaður, og blaðamað-
ur var hann og var einn af stofnendum Þjóðólfs. Ef mig misminnir
ekki sagði Þórhallur Bjarnarson lektor, síðar biskup, eitt sinn frá
21