Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 30

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 30
Engin tilviljun hefur það verið, að þegar Einar Hjörleifsson kemur heim 1895 frá Vesturheimi gerist hann samstarfsmaður Bjarnar Jónssonar, og renna þar undir margar stoðir og verður að sjálfsögðu eigi hér rakið. En svo segir mér hugur um,að því hafi eigi verið gerð þau skil sem vert væri, hverjar stoðir kynnin og samstarfið hafa einnig verið Einari frá bókmenntalegum sjónar- hólum skoðað, en báðir höfðu þeir jafnan fyrir augum „vítt land og fagurt“ andans manna síns tíma og eldri tíma. Það var margt, sem þegar dró huga minn að Einari Hjörleifs- syni, áður en ég á unglingsárum og síðar fór að lesa allt, sem frá hans hendi kom og hreifst þá ekki af honum einvörðungu sem skáldi, heldur og sem miklum baráttu- og hugsjónamanni — og sem prúðmenni og göfugmenni, sem rit hans bera vitni um, bar- átta hans og líf. Ég varð aldrei málkunnugur Einari — kynnin af honum voru fyrir áhrif hans sem fyrirlesara og ræðusnillings, en hann var áhrifamikill ræðumaður, þrátt fyrir veika rödd — og áhrif ljóða hans, skáldsagna hans og leikrita hafa varðveizt, ekki sízt ljóðanna. Og þá er ég í rauninni kominn að því, sem mig hefur oft lang- að til að segja og gera nokkra grein fyrir, þeirri skoðun minni, að Einar hafi aldrei verið metinn sem skyldi fyrir ljóð sín, svo vinsæl sem mörg þeirra hafa þó orðið. Og mín fyrstu kynni voru af ljóðum hans. Þau ixrðu mér kær á æskudögum og eru mér enn í dag kærari en allt annað, sem eftir hann liggur. Það kann að liggja í áhrifunum af að hafa fundið periur á bernskuslóðum svo fagrar, að ljóminn af þeim hefur aldrei dofnað, en meðal litlu bókanna, sem ég í upphafi gat um, var ijóðakver, aðeins 64 bls. í litlu broti, prentað í „Prentsmiðju Isafoldar“ 1893 — Ijóðakverið „Ljóðmæli“ eftir Einar Hjörleifsson. Svo týndist kverið, og þegar það kom í leitirnar löngu, löngu seinna, var það mér mikið gleði- efni, en sú var raunar bót í máli, að meðan það fannst ekki voru mörg ljóðanna mér engan veginn glötuð, því að Ijóð festust mér auðveldlega í minni, hvað sem öðru efni Jeið, og ég kunni mörg þeirra utan að, og það var þá alltaf hægt að hafa þau yfir í huga sér á einverustundum. Meðal minnisstæðustu kvæða úr þessari útgáfu var „Konung- urinn á svörtu eyjunum“, eitt af beztu kvæðum Einars — efnið 24

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.