Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Qupperneq 31

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Qupperneq 31
úr Þúsund og einni nótt —, sem eitt væri verðugt ritgerðarefni. erindum er snilldarlega rakin sagan og lýst boðskap Ein sagan oft mér vöku valdið gat — það var fyrir mörgum öldum, að fylkir í skrúðanum fastur sat með fætur úr marmara köldum. hefst Ijóðið og lokaerindi þess er: Fyrir þúsundum alda austur frá, á ævintýranna vegi, hún gerðist sagan, er grein’ eg frá, — — hún gerist á hverjum degi. Og í þessari útgáfu ljóðanna er kvæðið „I námabænum“, líka eitt af kunnustu kvæðum Einars, og þar er kvæðið „Minni Vestur- íslendinga", ort á þeim tíma, er deilur voru harðastar út af vestur- flutningunum, og þeim hallmælt er flýðu landið. I ljóði til frænda síns, er hugði til vesturfarar, segir Guðmundur skáld Friðjónsson á Sandi, að vísu síðar: Ertu að flýja myrkra miðin, meturðu vorið nú að engu, sólmánaðar sunnangöngu, sumardýrð og næturfriðinn ? En Einar slær á aðra strengi: Og leggi gæfan hönd um háls á hverjum íslending, er slyngur njóta sín vill sjálfs, í sannleik verða og anda frjáls, og helgust geyma heimsins þing í hjarta og sannfæring. Já, blessi drottins styrkur stór, í striti, sorg og glaum, hvern dánumann of dröfn er fór, hvern dreng, er reynir verða stór, hvern svanna’, er ástar dreymir draum, hvern dropa í lífsins straum. í fáum hennar. Þannig 25

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.