Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 32

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 32
1 þessu litla kveri var snilldarþýðing Einars á heimsfrægu kvæði eftir Tennyson (Rispa), sem innifelur himinhrópandi mótmæli gegn miskunnarlausu réttarfari og réttleysi smælingjans, — lögð í munn gamallar móður á banabeði, sem hefur fengið heimsókn hefðarkonu. Hún segir í rauninni sögu ungs sonar síns, sem hengd- ur var á gálga fyrir rán, mild í minningunni um drenginn, heiftug yfir óréttlætinu: I réttinum hermdi ég atvik öll, guðs einskæran sannleikann — en lögmenn og dómarinn drápu hann samt sem djarfasta illræðismann. Þeir hengdu hann jafnvel í hlekkjum — og hvort er ei svívirðing nóg, að hengjast sem þjófur og hyljast svo mold og hvíla síðan í ró? Já, dýrmæt er hinzt hvílan! En svo hátt hann festur var, að öll sjávarins skip gátu séð hann, er þau sigldu fram hjá þar. Guð þyrmir helvízkum hræfuglum öllum og hröfnum, það ég finn — en ekki lögmanns hjartanu harða, sem hengdi þar drenginn minn. Það var ekki alls fyrir löngu enn uppistandandi samkomuhús hér í bænum, við norðvesturkrika tjarnarinnar, kallað Báruhúsið eða Báran. Líklega hefur ekki allt af verið þar innan veggja and- rúmsloft menningar og lista, en þarna söng Pétur Jónsson óperu- söngvari, nýkominn heim frá Þýzkalandi, er hann var á hátindi frægðar sinnar. Það var ógleymanleg stund. En þær voru miklu fleiri. Ég heyrði Hannes Hafstein lesa þar upp — og það er óþarft að bæta við „af miklum glæsileik" eða eitthvað í þá átt. Ég hlýddi á hann lesa þar upp Kafarann eftir Schiller í þýðingu föður míns. Jafn ógleymanlegt var að hlýða þar á frú Guðrúnu Indriðadóttur lesa upp kvæði Tennysons í þýðingu Einars H. Kvarans, sem ég drap á hér áður. Sá upplestur er einnig meðal ógleymanlegra bernskuminninga, því að frú Guðrún las — og lék — af mikilli list. 26

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.