Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 33

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 33
Þær hafa orðið býsna lífseigar þessar gömlu minningar. Þær hafa skotið upp kollinum miklu oftar á ævinni, — það er svo margt ljúft og fagurt við þær tengt — lífseigari en margar aðrar, þótt yngri séu. Ég nefni sem dæmi atvik frá Belgíu 1918. Liðskönnun fór fram og gengu þeir meðfram röðum hermanna ásamt fylgdar- liði, Georg konungur V. og synir hans tveir, er báðir urðu kon- ungar, þeir Játvarður, prins af Wales, síðar konungur, og yngri bróðir hans, er tók sér heitið Georg konungur VI, er hann hafði tekið við af honum, eftir að hann hafði afsalað sér völdum — vegna „konunnar sem hann elskaði“, eins og hann sjálfur orðaði það. Það voru hugsanirnar um örlög þessara þriggja konungbornu manna, sem vöktu minninguna um þá stund, er þeir nokkur andar- tök stóðu andspænis mér, og vissulega er stundin þess verð að muna, en gildi hennar allt annað en hinna, og rek ég þetta ekki nánara. Mikil tímamót hafa verið í lífi skáldsins og blaðamannsins Ein- ars Hjörleifssonar, er liann kom heim, snauður að veraldargæðum, úr næðingunum á bökkum Rauðár, en auðugur af þekkingu og lífsreynslu, og fær skjól í menningarlundi Bjarnar Jónssonar. Eftir heimkomuna er Einar aðstoðarritstjóri ísafoldar um 6 ára skeið og Sunnanfara um árs bil. Það er fyrir utan ramma þessa erindis, að ræða hið mikla menningarframlag Einars fyrr, á þessu skeiði, og síðar, en þess er að geta að glöggt virðist, að hugurinn beinist allsnemma meira að skáldsagnagerð en ljóða og svo að samningu leikrita. Hann víkur að þessu sjálfur í formála ljóðanna, sem Isafoldar- prentsmiðja hf. gaf út einkar smekklega í tilefni 75 ára afmælis hans: „Á einu skeiði ævi minnar fannst mér ég þurfa fyrir hvern mun að yrkja (sbr. fyrstu vísurnar í þessu safni). En það hefur at- vikast svo, að ég fór að „draga andann með öðrum hætti“. Fyrir því er þetta safn ekki stærra en það er“. Ég tel mig ekki til þess færan að skýra til fulls, hvers vegna þróunin varð sú sem að ofan greinir, og læt mér nægja skýringar skáldsins sjálfs. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um hvað skáldið á við, en skyldi það vera fjarstæða að álykta, að Einar hefði ekki látið eftir sig öllu stærra safn, þótt hugurinn hefði ekki sveigst að 27

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.