Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 35

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 35
En Einar getur beitt bitrari hjör, eins og hann gerir í hinu ,,fræga þokukvæði sínu“, svo að ég vitni í orð Haralds prófessors Níelsonar: Hve mjúklega áfram hún ýtist og allt verður dauflegt og litlaust, og flest er af hjúp hennar hulið og allt verður loðið og vitlaust. Og kyrlát svæfir hún hverja kvikandi geislastroku: Það fœr enginn ofbirtu í augun í tslenzkri niðaþoku. Það var í erindi sínu „Hví slær þú mig?“, sem Haraldur Níels- son hafði yfir þetta erindi, og það var flutt í Bárunni. Og ég þarf ekki að taka það frarn, hve minnistætt þetta varð. Eitt kunnasta kvæði Einars er „Vorhret“, sem hefst á hinni snjöllu lýsingu hans á því, er útsynningurinn ber hríðarstrókana til lands, þegar blessað vorið ætti að vera komið: I hafinu sprettur upp hríðstrókafans og hraðar sér líkt eins og vofur tií lands, svo dans hefst á láði og lóni. Og hvassviðrið áfram þá óðfluga ber, svo álíka völlur á djöflum þeim er og heimskustu heimskunni á Fróni. Og skáldið gleymir ekki málleysingjum og mönnum, sem vor- hretin bitna á í snjallri iýsingu sinni, og lýkur kvæðinu með þess- um vizkunnar orðum: Og þó lifir vorið í vorri sál, þótt veturinn komi eftir sumarmál — það jafnvel ei drepið fær dauðann. Og enn nefni ég tvö snilldarkvæði: „Kossinn", sem er líka í út- gáfunni 1893, og það kvæði Einars, sem senniiega er kunnast og vinsælast með þjóðinni, kvæðið „Systkinin“, umvafið ljóma hins fagra lags síra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. 29

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.