Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 40
Merkur maður sagði eitt sinn við mig um sjómannasöng föður
míns: „Þetta er okkar sjómannasöngur". Það var í einlægni mælt,
en þótt þetta fagra ljóð hafi ævarandi gildi var það sjómanna-
söngur róðrarbáta- og skútualdarinnar framar öðru, og það er
eins með hinn snjalla fánasöng Einars Benediktssonar. Hann var
fánasöngur í baráttunni fyrir bláhvíta fánanum, og hefur að sjálf-
sögðu sitt ævarandi gildi sem fánasöngur. Tilgangslaust er annað
en horfast í augu við þessi augljósu sannindi.
Deilurnar hörðnuðu. Andstæðingar fánans kölluðu hann í lítils-
virðingarskyni „Kritarfánann". Einnig var hann stundum kallað-
ur Stúdentafélagsfáninn. Því var mjög á loft haldið af andstæð-
ingum hans, sem bergmáluðu í því efni skoðanir Dana, hve líkur
hann væri gríska fánanum. Og svo var því haldið fram, að hann
væri ekki heppilegur siglingafáni, og athuganir gerðar það varð-
andi, og munu niðurstöður um þetta hafa reynzt þungar á met-
unum.
Af ýmsum, einkum dansklunduðum embættismönnum og kaup-
mönmrm, var hampað mjög sögu um það, að er Friðrik konungur
Vni kom til íslands 1907 hafi hann sagt, er hann sá bláhvítan
fána við hún:
„Þetta á nú viö hann bróður minn“ (þ. e. Georg Grikkjakon-
ung). En merkan mann heyrði ég segja, að sér fyndist fara vel
á því, að einmitt íslendingar og Grikkir hefðu sömu fánaliti og
fána líka að gerð.
Því fór fjarri að allir kaupmenn í Reykjavík væru dansklund-
aðir og andstæðingar bláhvíta fánans, og einn þeirra var meðal
hinna f jnrstu, sem drógu hann á stöng. Og nú var þá svo komið,
að alþýða manna sá þó blakta hlið við hlið Dannebrog í þessum
bæ fána, sem henni gat þótt vænt um, og boðaði framtíð án fátækt-
ar og kúgunar.
Vafalaust þurftu margir að stappa í sig stálinu til þess að taka
í sig kjark og flagga með bláhvíta fánanum, og það mun hafa
komið fyrir að róið var í menn til þess að fá þá ofan af slíkum
tiltektum.
Ég hef aldrei getað gleymt atviki frá þessum árum. Ég var þá
enn innan við fermingu og á rjátli einhverju í austurbænum, og
nam staðar við trégirðingu, en innan girðingar var húseigandinn
að draga Dannebrog að hún á flaggstöng á húsi sínu. Maður nokk-
34