Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 43

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 43
bjargar Sveinsdóttur fyrir aldamót síðustu og fleiri íslenzkra kvenna þá. Eg átti erindi að reka á síðastliðnum vetri á heimili gamallar kunningjakonu, dóttur eins merkasta og vinsælasta kennimanns landsins á sinni tíð. Er ég hafði heilsað henni og þegið sæti í stofu hennar, veitti ég þegar athygli bláhvítum fána, greinilega nýjum. Mér hlýnaði um hjartarætur og vafalaust hafa þess sést merki í svip mínum og ekki fór það fram hjá kunningjakonu minni, að ég gat ekki haft augun af fánanum. — Ég er ný búin að endurnýja hann, sagði hún látlaust og blátt áfram, og bætti svo við: — Þetta var okkar fáni. Þeim, sem ungir eru, finnst ef til vill, að eldri kynslóðin lifi um of í heimi minninganna, að þær minningar séu þeim framandi, ef til vill óviðkomandi, en það viðhorf breytist með þroska og reynslu — vonandi, en það er þó undir því komið, að okkur — hinum eldri takist að rækta með hinum ungu rétt hugarfar og virðingu fyrir landinu og þjóðinni hennar — og þar með baráttu, sem er forsaga þess, að þeir búa við meiri veisæld en nokkurn tíma hefur komið yfir þetta land, sem annar fáni nú vakir yfir en sá, sem við — hinir gömlu — unnurn. Við gerum okkur ljóst, að í hættulegri velsæld getur margt gleymst, sem ekki má gleym- ast — okkar beztu menn. Og sorglegt er það en satt, að gleymdir Wunu þeir margir af mörgum. Hér er um það dæmi. Fyrir nokkrum áratugum heiðraði erlent fyrirtæki íslenzkan stjórnmálamann með því að nefna nafni hans vindlategund. Hún kom aftur á íslenzkan markað ekki alls fyrir löngu. Síðan hef ég þrívegis heyrt menr. spyrja eitthvað á þessa leið: -— Hver var hann, þessi Bjarni frá Vogi? Ég hef aldrei heyrt hann nefndan. Er svo komið, að það þarf erlenda verzlunarvöru til þess að nafn og starf eins landsins beztu drengja verði mönnum umhugs- unarefni ? Ég vil ljúka máli mínu með því að svara spurningunni með fám orðum: Bjarni frá Vogi var forustumaður í sjálfstæðisbaráttunni og einn mesti þingskörungur síns tíma, — sá, er manna bezt skildi, 37

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.