Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 47
að sjá okkur þarna í hóp, „nú gætu menn þó talað saman“. Þessi
°rð þurfa í rauninni engrar útskýringar við, þótt á megi minna,
að deilur milli blaða voru áður miklu persónulegri og harðari, og
frá upphafi þess tíma er hér um ræðir, við formennsku Þorsteins
heitins Gíslasonar, og síðar annarra góðra manna, varð ég aldrei
annars var en að félagssamstarfið væri ágætt, þrátt fyrir ólíkar
stjórnmálaskoðanir og sjónarmið. Og samstarfið milli FB og blað-
anna var jafnan á grundvelli velvildar og trausts, og hefði hún
ekki ella starfað í hálfan annan áratug.
Skúli Skúlason skipulagöi FB.
Skúli Skúlason ritstjóri skipulagði FB og var forstöðumaður
hennar fyrst í stað, eða þar til hann fluttist til Noregs, en hann
var blaðamaður við Morgunblaðið, áður en FB var stofnuð. Það
hggur í augum uppi, hve margt er gerbreytt frá þeim tíma, er FB
tók til starfa, og kemur það fram beint og óbeint í því, sem á
eftir fer.
Skúli Skúlason gerði eftirfarandi grein fyrir tilganginum með
stofnun FB, tilhögun o. frv., í tilkynningu, sem birt var í blöðun-
unum í janúar 1924. Þar segir svo:
Blaðamannafélag Islands hefur
komið á fót almennri fréttastofu hér
í Reykjavík í þeim tilgangi að afla
íslenzkum blöðum og fréttafélögum
(sjá síðar) meiri og áreiðanlegri
frétta en kostur hefur verið á áður.
Væntir stofan að geta að staðaldri
flutt merkustu útlendar fréttir og
þær fréttir innlendar, er máli skipta,
Rjótt og vel og hefur í þeim tilgangi
fengið fasta fréttaritara víða um
land, en væntir þess einnig, að al-
uienningur geri stofunni viðvart um
það, sem gerist markvert, ef ætla má,
að hún hafi ekki fengið fregn af
því.
Skúli Skúlason.
41