Bændablaðið - 06.10.2022, Síða 33

Bændablaðið - 06.10.2022, Síða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 „Síðast þegar við vorum að rífa til að koma róbótanum inn sá ég að þakið var einangrað með torfi eða mosa, þannig að sá hluti var eins gamall og hann getur orðið.“ Tækifærið kæmi ekki aftur Í byrjun árs 2022 sagði nágranni þeirra á Refsstöðum að hann hygðist bregða búi og setja jörðina á sölu. „Fyrst þegar ég heyrði af sölunni þá ýtti ég henni eiginlega af borðinu. Það var ekkert draumur hjá okkur að verða svona rosalega stór, en svo fórum við að skoða þetta nánar og sáum að þessi fjárfesting væri ekki galin,“ segir Arnþór. Allt gerðist mjög fljótt. Fyrstu hugmyndirnar af sameiningu búanna koma í byrjun mars. Undir lok mánaðarins gera þau kauptilboð í jörðina með fyrirvara um fjármögnun. Svarið frá bankanum kom 28. mars og Arnþór og Birna taka við Refsstöðum 1. apríl. Tímasetningin hentaði þeim ekkert allt of vel, því Birna átti von á barni snemma sumars. Þau áttuðu sig samt á því að þetta væri tækifæri sem kæmi ekki aftur, því hugsanlegt var að kvótinn færi á tilboðsmarkað og Refsstaðir hefðu þá staðið eftir án framleiðsluréttar. Þau þurftu því annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Þar sem jarðirnar liggja saman er auðvelt að fá heimild til að sameina búin og færa allan kvótann yfir á eina jörð. „Nú er ég kominn með 750 þúsund lítra kvóta, en var bara með 280 þúsund lítra hérna á Signýjarstöðum áður,“ segir Arnþór. Nútímaleg aðstaða á Refsstöðum Á Refsstöðum eru tveir mjaltaþjónar og 120 legubásar, en Birna segir að líklegast sé hæfilegt að vera með 110 kýr hverju sinni. „Fjósið á Refsstöðum er miklu þægilegra fjós, en það var upphaflega byggt sem róbótafjós,“ segir Arnþór. Fjárhagsáhyggjur horfnar Arnþór segir að fjárhagsáhyggjur sem fylgdu rekstrinum áður séu nær horfnar. Þau gátu lagst í fjárfestingar á tækjabúnaði í sumar sem hefðu annars þurft að bíða í mörg ár ef einungis búið á Signýjarstöðum stæði á bak við þær. „Áður þurfti ég virkilega að pæla í hverri krónu, en með sameinuðu búi stöndum við miklu betur.“ Upphaflega stóð til að færa allar kýrnar yfir að Refsstöðum og nýta húsin á Signýjarstöðum sem aðstöðu til uppeldis. Þar sem byrjað var að borga fyrir alla mjólk umfram kvóta núna í sumar hafa þau slegið endanlegri sameiningu á frest og mjólka á báðum stöðum. Geta verið með vinnumann Þau viðurkenna að þetta sé mikið meiri vinna, en þar sem reksturinn stendur á traustari grunni þá geta þau bæði verið með fulla atvinnu af búskapnum ásamt því að ráða til sín vinnumann. Með því að vera með vanan starfsmann í vinnu sjá þau fram á að geta tekið frí. Það var eitthvað sem ekki var hlaupið að áður. Með tíð og tíma stendur til að selja hluta úr jörðinni á Refsstöðum til að losa um fjármagn. Þar er til að mynda íbúðarhús og gestahús sem þau ætla að láta frá sér. Sjálf ætla þau að halda áfram búsetu á Signýjarstöðum í íbúðarhúsi sem þau byrjuðu að byggja fyrir nokkrum misserum. „Það að keyra í fimm mínútur að Refsstöðum og í fimm mínútur aftur til baka breytir mjög litlu,“ segir Arnþór. Hann segir þó að honum finnist þægilegt að vita af einhverjum á hlaðinu og því ætla þau að nýta gamalt timburhús, sem var flutt að Refsstöðum frá Akureyri af fyrri ábúenda, sem aðstöðu fyrir vinnumann. Öll pappírsvinna tvisvar Aðspurð hvort þau mæli með því að kaupa tvær jarðir, þá segja þau að best væri að geta gengið frá öllum kaupum í einu. Þar sem þau keyptu fyrst Signýjarstaði og Refsstaði tveimur árum síðar hafi þau þurft að greiða tvisvar fyrir alla pappírsvinnu. Á bak við það er mikill kostnaður. Þegar þau voru að reikna fjármögnunina á kaupunum á jörðunum fengu þau Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins (RML) til að reikna út rekstraráætlun, enda gera bankar kröfu um slík gögn. Þau eru nokkuð gagnrýnin á ýmsar forsendur sem nýttar eru við áætlunargerðina og var þeim ekki breytt þrátt fyrir ábendingar þeirra. Til að mynda gaf RML sér of háan launakostnað að þeirra mati og of lágt verð fyrir þjónustusamninginn á mjaltaþjóninum. Eftir að þau breyttu rekstraráætluninni eftir sínum forsendum gátu þau séð að dæmið gengi vel upp í bæði skiptin. Kalla eftir endurmenntun Þau reikna ekki með því að leggjast út í miklar framkvæmdir og breytingar fyrst um sinn. Með Refsstaðafjósinu fylgdi hins vegar heilfóðurvagn sem þau myndu vilja nýta. Arnþór nefnir að erfitt sé að verða sér úti um þekkingu á útfærslu slíkrar fóðrunar. „Ef bændum byðist þátttaka í áfanga um heilfóður í gegnum Landbúnaðarháskólann þá myndi ég hiklaust stökkva í hann,“ segir Arnþór, en samkvæmt honum ættu endurmenntunarnámskeið fyrir bændur að vera fleiri. vallarbraut.is S-4540050 vallarbraut@vallarbraut.is Trönuhrauni 5 220 Hafnarfirði Mest selda dráttarvélin sl. 2 ár á Íslandi SOLIS 26 beinskipt. Verð: 1.620.000+vsk Með ámoksturstækjum Verð: 2.640.000+vsk SOLIS 16 beinskipt. Verð: 1.250.000+vsk Með sláttuvél Verð: 1.400.000+vsk SOLIS 50 Verð: 4.950.000+vsk Með ámoksturstækjum Verð: 6.180.000+vsk SOLIS 90 Verð: 5.695.000+vsk Með ámoksturstækjum Verð: 6.970.000+vsk Ragnar Páll, fimm ára, er áhugasamur um bústörfin. Mynd / Einkaeign „Ég er alinn upp í sveit og ég vil gefa börnunum mínum tækifæri á að alast líka upp í sveit,“ segir Arnþór frá Signýjarstöðum. Mynd / Einkaeign

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.