Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 52

Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Hér á landi hefur menning fyrir velferð dýra fest rætur, af því megum við sem byggjum þetta land vera stolt og leitumst jafnframt við að gera sífellt betur. Þar eru þeir sem stunda blóðnytjar af hrossum engin undantekning. Í umræðum um atvinnugreinina hefur athyglin eðlilega beinst mest að áhrifunum á velferð hryssn- anna sem í hlut eiga og folalda þeirra. Í þeim efnum hefur margt verið ofsagt og því verið svarað en um sumt hafa gagnrýnendur komið fram í hlutverkinu; „sá er vinur sem til vamms segir“ og hlutirnir verið færðir til betri vegar. Á málinu eru þó fleiri hliðar sem vert er að gefa gaum. Ein hliðin er sú að ef þær úrtöluraddir sem voru sem háværastar hefðu náð sínu fram myndu áhrifin hafa orðið hvoru tveggja víðfeðm og alvarleg. Fall atvinnugreinarinnar, þ.e. að ef blóðnytjar af hrossum hyrfu, myndi leiða til þess að umtalsverðar gjaldeyristekjur þjóðarbúsins töpuðust, fólk missti atvinnu sína og tekjumissir bænda yrði mikill, ekki síst í dreifbýlustu sveitunum en þar er svigrúm til stóðhalds sem þessa eðlilega mest. Framleiðslan hefði jafnframt flust úr landi og þá til landa þar sem kröfur til dýravelferðar eru mikið minni en okkar. Hver hefði grætt á því? Svarið er einfalt; enginn hefði grætt, hvorki menn né málleysingjar. Allir hefðu hins vegar tapað! Höldum því til haga í þessu sambandi, að þó Ísland sé eyja umflotin sjó er landið ekki eyland nema einungis í þessari landfræðilegu merkingu, því Ísland er hluti af hag- og vistkerfi heimsins. Og blóðnytjar af hrossum, allur iðnaðurinn sem þeim fylgja og lokaafurðin hvað helst, hefur hvoru tveggja grunnt vistspor og gríðarmikinn vistvænan ábata. Það sem hér er verið að vitna til er sú staðreynd að starfsemi Ísteka felst í að vinna með líftækni eCG homónið úr blóðvökva hryssna. Hagnýting hormónsins hefur afar mikinn umhverfislegan ávinning á heimsvísu, auk þess að bæta bókstaflega velferð dýra og viðgang þeirra þar sem það er notað. Þannig má sýna fram á að hagnýting þess sem Ísteka framleiðir árlega af hormóninu og flytur út leiðir eitt og sér, með samstillingu gangmála og aukinnar frjósemi, til fóðursparnaðar á korni í svínaeldinu sem nemur rúmlega milljón tonnum árlega, sjá álitsgerð fyrirtækisins sem lögð var fram í vinnuferlinu við samningu reglugerðar nr. 900/2022, um blóðtöku úr fylfullum hryssum. Gögnin eru öllum aðgengileg í samráðsgátt. Þessi mikli fóðursparnaður skiptir stórmáli en keðja fóðurframleiðslunnar er löng og dýr en afurðirnar eru vissulega afar verðmætar. Veigamestu hlekkirnir í fóðurframleiðslukeðjunni eru eldneytis- og áburðarþörf við framleiðsluna, þungaflutningar á vegum úti og á sjó, unnar vinnustundir o.fl. Fleira skiptir vitaskuld máli í framleiðsluferlinum en fóður- kostnaðurinn einn, þó sparnaður þar vegi eðlilega þungt. Við minnkaða frjósemi myndi húsnæðis-, orku- og hvers konar aðstöðukostnaður aukast með tilheyrandi útgjöldum og dýpra vistspori. Samstilling gyltna með eCG leiðir einnig til minni aldursdreifingar í grísahópunum sem eru í uppeldi hverju sinni. Það út af fyrir sig hefur mjög jákvæð áhrif á umhirðu grísanna og samskipti þeirra á milli vegna minni átaka þar eð goggunarröðin er jafnari sem aftur dregur úr halabiti og fleiri neikvæðum þáttum, s.s. notkun sýklalyfja og það svo aftur færir betri og heilnæmari matvæli á borð neytenda. Það sem hér var rakið snertir einvörðungu notkun eCG í svínarækt en hormónið er notað víðar, þar á meðal í sauðfjár-, geita- og nautgriparækt. Þetta dæmi sýnir þó skýrt að jákvæð áhrif notkunar eCG á vistsporið í landbúnaði eru í öllu tilliti risavaxin, það má því svo sannarlega kalla eCG, hormónið sem Ísteka framleiðir „grænu sameindina“. Það er upprunnið í grænum landbúnaði Íslands og grænkar enn landbúnað víðsfjarri Íslandsströndum, með að leggja m.a. lóð á vogarskál baráttunnar gegn loftslagsvánni. Vistspor framleiðslunnar er jafnframt lágt, hvort sem litið er til grunnframleiðslunnar eða úrvinnslunnar. Grunnframleiðsla bænda hefur við tilkomu blóðnytjanna sem Ísteka stendur að og fer að verða hálfrar aldar gömul atvinnugrein í landinu, breyst á þann veg að hrossastóð sem áður fyrr voru nær einvörðungu nýtt til kjötframleiðslu eru nú til viðbótar í blóðnytjum en vistsporið því samfara bara aukist óverulega. Ávinningurinn er því stór. Jákvæð áhrif á vistspor hafa og náðst í úrvinnslunni í verksmiðju Ísteka í Reykjavík. Þar hefur tekist, nú á umliðnum árum, að auka nýtingu hráefna verulega og þar með grynna vistsporið. Í lokin er svo vert að minna á þá staðreynd að græna sameindin eCG hefur verið notuð með árangursríkum hætti til að auka frjósemi villtra dýra í viðkvæmri stöðu gagngert til að draga úr hættu á útdauða tegundanna. Kristinn Hugason, samskiptastjóri Ísteka. LESENDARÝNI Kristinn Hugason. 0 5 10 15 20 25 30 Ársverðbólga í nokkrum löndum Sept '22 Þann 30. september sl. birti Eurostat niðurstöður verðbólgumælinga í ESB í september. Í fyrsta skipti mælist verðbólga á evrusvæðinu með tveggja stafa tölu, 10,0%. Þetta er meiri verðbólga en spár hagfræðinga sem Bloomberg fréttaveitan leitaði til gerðu ráð fyrir, en miðgildi þeirra reyndist vera 9,7%. Í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, hækkaði verð mun meira en búist var við og er verðbólga þar nú 10,9%. Eystrasaltslöndin þrjú tróna á toppnum á evrusvæðinu en verðbólga í þeim er yfir 22%, hæst í Eistlandi. Þá vekur óneitanlega athygli 17,1% verðbólga í Hollandi. Þrátt fyrir sameiginlegan gjaldmiðil er mikill munur á verðbólgu milli landa sem öll eru þar að auki hluti af innri markaði ESB. Hvaða orsakir búa að baki verðbólgunni? Þegar litið er á helstu orsakir verðbólgu á evrusvæðinu er 12 mánaða hækkun langmest á orku sem hafði hækkað um heil 40,8% frá því í september í fyrra. Næstmesta hækkunin varð á matvöru og áfengi, 11,8%, en aðrir liðir hækka minna, þó allir meira m.v. 12 mánaða tímabil en mæling ágústmánaðar sýndi. Engan þarf því að undra að Evrópubúar kvíði komandi vetri með slíkri hækkun á orkureikningi sínum og engar batahorfur á því sviði í sjónmáli. Á sama tíma er verðbólga á Íslandi á niðurleið og mældist 9,3% í september. Hér á landi hækkaði matur og drykkjarvörur um 8,4% á 12 mánaða tímabili, rafmagn og hiti um 7,1% og bensín og olíur um 29,8%. Þrýstingur á Seðlabanka Evrópu um að hækka vexti hefur því enn aukist en næsta vaxtaákvörðun þar á bæ verður 27. október nk. og búast sérfræðingar við 75 punkta hækkun. Verðbólgumarkmiðið er 2% en spár hníga að því að verðbólga verði áfram mikil út árið. OECD hefur einnig hækkað spá sína um verðbólgu á evrusvæðinu á næsta ári um 1,6 prósentustig í 6,2%. Vart þarf að orðlengja að Ísland á mikið undir að efnahagur í nágrannalöndum okkar, þar með talið ESB, sé sterkur. Þetta eru okkar helstu viðskiptalönd bæði fyrir vöru og þjónustu, að ferðamanna- þjónustu meðtalinni. Staðan innan Evrópusambandsins Engum getur blandast hugur um að ESB á nú við mikinn vanda að etja. Margt hefur komið til. Í fyrsta lagi hafði Covid-19 faraldurinn gríðarleg áhrif. Hann truflaði verulega flæði vinnuafls með takmörkunum á landamærum og dró úr virkni innri markaðarins þegar hvert land valdi sín eigin viðbrögð og reglur. Þannig sýndi faraldurinn glöggt fram á að þegar í harðbakkann slær treystir hver þjóð á eigin þjóðaröryggishagsmuni og eru ákvarðanir teknar á þeim grundvelli en ekki samkvæmt heildarhagsmunum ESB. Í framhaldinu hefur sá veikleiki ESB að reiða sig á óhindraðar hnattrænar framboðskeðjur fyrir lykilaðföng komið skýrt fram. Þetta á ekki hvað síst við um orku- og umhverfisstefnu ESB sem hefur gert aðildarríkin mjög háð framboði hráefna og orku frá öðrum ríkjum. Önnur markaðssvæði glíma við sambærilegar áskoranir, t.d. Bandaríkin. Spenna í samskiptum Bandaríkjanna og Kína hefur nú þegar haft áhrif á ákvarðanir stórfyrirtækja. Þannig hefur Apple fyrirtækið ákveðið að hefja framleiðslu á nýjum farsíma, iPhone 14, á Indlandi. Er þetta fyrsta raftæki Apple sem framleitt er utan Kína í nær tvo áratugi. Staða Íslands í alþjóðasamfélaginu Þegar litið er á þann ólgusjó sem leikur nú um ESB og raunar flest ríki heims, má segja að Íslandi sé að farnast tiltölulega vel. Hagkerfi okkar hefur mikla sérstöðu, og hagvaxtarhorfur eru fremur góðar. Ísland á einnig í miklu samstarfi í alþjóðasamfélaginu til dæmis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, NATO, Norðurlandaráðs, Evrópu- ráðsþingsins, Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar, EES, EFTA, auk ótal tvíhliða samninga um viðskipti og þróunarsamvinnu. Landið trónir einnig í efstu sætum á flestum alþjóðlegum mælikvörðum um lífskjör. Í nýlegri skýrslu Katrínar Ólafsdóttur fyrir Þjóðhagsráð kemur fram að kaupmáttaraukning hér á landi er mikil á síðustu árum, en þar segir m.a. „[e]f við horfum eingöngu á tímabilið frá 2012 þá er kaupmáttaraukning á Norðurlöndunum á bilinu 2-10% samanborið við 57% á Íslandi.“ En veldur hver er á heldur, fram undan er vetur hér á norðurhveli jarðar. Kjarasamningagerð fer í hönd á komandi mánuðum og fjárlög sem marka bæði tekju- og útgjaldaramma ríkisins eru til meðferðar fyrir Alþingi. Mikið liggur við að vel takist til svo viðhalda megi þeirri stöðu sem tekist hefur að byggja upp á undanförnum misserum. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni Verðbólga reynir á hagkerfi Evrópu Erna Bjarnadóttir. Jákvæð loftslagsáhrif blóðnytja af hrossum Og blóðnytjar af hrossum, allur iðnaður- inn sem þeim fylgja og lokaafurðin hvað helst, hefur hvoru tveggja grunnt vistspor og gríðarmikinn vistvænan ábata.“ Mynd / ghp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.