Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 18
er heima, og tekur okkur vel að vanda.
Ólaf Þorláksson þekkja lesendur Veiði-
mannsins, hann hefur skrifa'ð margar
góðar greinar um ýmis veiðimál í það
ágæta blað. Við leggjum fyrir Ólaf þess-
ar klassisku spurningar Hraunsveiði-
manna: Hvernig eru veiðihorfur? Eru
margir niðri á Söndum? Er ekki óhætt að
aka sandana? Hvað á að borga fyrir veiði-
leyfið? — Ólafur leysir greiðlega úr
spurningum okkar. Við kveðjum hann
og ökum niður Sandana og nemum stað-
ar miðsvæðis.
Þarna er ekki fjölmennt að þessu sinni
Aðeins tveir menn sjáanlegir. Við gef-
um okkur á tal við þá og spyrjumst fyrir
um veiði. Þeir svara okkur með því að
benda á laxapoka, er liggur hjá jeppa
þeirra. Já, hér eru orð óþörf, liinn troð-
fulli laxapoki talar sínu máli. Er við
skoðum kvöldveiði þeirra félaganna, lvft-
ist heldur á okkur brúnin — efst í pok-
anum liggur heljarmikill bolti, sem fyll-
ir hér um bil út í op pokans, enda er
hann stærstur, á að gizka 14 pd. Hitt eru
fallegir fiskar líka, mestmegnis fjögurra
til sex-pundarar — þetta er glæsileg veiði!
Við spyrjum þá með hvaða hætti þeir
hafi töfrað allan þennan fallega fisk til
sín. Þeir segjast liafa veitt þetta allt á
maðk og iaxahrogn.
Það eru handfljótir menn, sem setja
saman stengur sínar, og brátt eignast
hinir heppnu veiðifélagar keppinauta
um hinn silfraða urriða. Enda þótt marg-
ir þekki nú orðið veiðisvæðið að Hrauni,
skal ég þeirra vegna, er ekki hafa komið
þangað, reyna að lýsa staðháttum þar.
Ölfusá, þetta mikla vatnsfall, er mjög
breið neðst, þar sem hún fer að nálgast
8
sjóinn, en svo mjókkar hún aftur á
kafla, áður en hún fellur til sjávar. Þeg-
ar fer að hækka í sjó, tefur hann fram-
rás vatnsins, svo vatnsborðið liækkar í
ánni og fellur yfir sandeyrar þær, sem
annars eru þurrar. Það er á þessum sand-
eyrum, sem staðið er við veiðar. í útfalli
er straumur nokkuð þungur og berzt
beita fljótt að landi, ef blý er sparað um
of. Þeir sem veiða eingöngu á flugu, eiga
lítið erindi á Sandana. Þó veit ég til að
menn hafi veitt þarna á flugu, og einn
góðan flugumann þekki ég, sem fékk eitt
sinn góða veiði á lúru. Sjálfur hef ég
aldrei oröið var á flugu þarna, hins veg-
ar er þetta einhver bezti staður fyrir
spónveiði, sem hugsast getur, enda víð-
átta árinnar mikil — og sandbotninn
rænir enga spónum sínum. Ekki veit ég
hvers vegna fiskur tekur flugu svona
treglega þarna, ef til vill er það skollitur-
inn á vatninu sem veldur því.
Það er því sem næst eingöngu sjóbirt-
ingur, sem veiðist þarna. Eitthvað geng-
ur þó af sjóbleikju, en lítið fæst af henni,
og er hún smá. Laxinn gengur upp ána
austan megin, og er það mjög fátítt, að
liann veiðist á Söndunum. Hvernig er nú
veiðin yfirleitt á þessum stað, myndi ein-
liver vilja spyrja. Því er fljótsvarað: Æði
misjöfn. Sjóbirtingurinn er fiskur, sem
kemur og fer, og ekki er alltaf gott að
hitta á hann.
En ég verð víst að segja ykkur veiði-
sögu. Félagar mínir eru nú byrjaðir að
kasta hver í kapp við annan, og reyndur
bæði maðkur og spónn. Er ég hef kastað
út beitu minni, minnkar mesta tauga-
spennan, sem er alltaf samfara byrjun
veiða. Ég gef mér nú tíma til að virða
Veiðimaðurinn