Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 36

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 36
hverju dularfullu seiðmagni, sem hefur einkennileg og róandi áhrif a. m. k. á mig. Það fyrsta sem ég gáði að, þegar ég kom niður að hylnum, var hvort nokkur óðinshani væri upp í vikinu vestan og neðan við stokkinn. Þeir halda sig þar oft og hafa veitt mér marga á- nægjustund. Og þeir voru þarna núna. Tveir karlar syntu upp við bakkann, með sinni alkunnu, heimspekilegu ró, (jg gættu unganna, því að konur þeirra voru ekki heima fremur en endranær. Oðinshaninn býr við mikið konuríki, eins og kunnugt er, en það raskar ekki geðró hans fremur en annað. Ég kvaddi nú óðinshanana og bjó mig undir að kasta. Strax í fyrsta eða öðru kasti var lax á eftir flugunni, en náði henni ekki, eða sá sig um hönd. Honum liefur þó verið brátt til banans, því að í næsta kasti tók liann. Ég fann strax að hann var vænn. Hann fór sér hægt fyrst í stað, lagðist í strauminn og hefur líklega verið að ráða við sig, hvernig liann ætti að bregðast við vand- anum. Ég hugsaði um þetta líka og fór að reyna að lempa hann upp eftir flöt- inni, til þess að varna því, að liann ryki fram af brotinu og niður í Klettkvörn, því að vatnið var svo mikið, að erfitt gæti reynst að komast fyrir klettanefið neðan við hylinn. Allt virtist ganga mér í hag fyrstu 10—15 mínúturnar, en þá fór laxinn að ráða ferðinni einn. Hann strikaði ýmist upp eða niður, og þegar mig varði sízt, kippti hann hressilega í og tók roku beint niður ána og fram af brotinu. Hann dró svo ört út línuna, að ég þurfti að liafa mig allan við, til þess að fylgja honum eftir, enda skrikaði mér fótur og við það fór vatn niður í ann- áð stígvélið mitt. Þegar ég kom niður undir klettanefið gætti ég mín ekki nógu vel og fór þá upp fyrir bæði stíg- vélin! Var það ltið þriðja sinn, sem ég fór upp fyrir þennan dag! Ekki var öllu lokið, þótt laxinn væri kominn niður í Klettkvörnina. Hann barðist þar langri og frækilegri baráttu, en eftir rúmlega klukkustundar viður- eign alls fór ég með sigur af hólmi. Þetta var 15 punda liængur, svo nýkominn í ána, að lúsin var ekki dottin af honum. f'élaga mínum hafði dvalizt uppi í Myrk- hyl, og ég gerði því ráð fyrir að hann hefði orðið var. Ég fór því að kasta strax aftur, þegar ég kom neðan að með laxinn, og festi fljótlega í fremur væn- um laxi, en missti hann við fæturnar á mér þegar ég var að landa honum. Og nú fann ég að ég var orðinn þreyttur og gotti mundi vera að hvíla mig dálítið. Mér varð þá aftur hugsað til óðinshan- anna og gekk þangað uppeftir til þess að heimsækja þáí, enda er þægilegur grasbakki þar uppfrá og aðstaðan því betri til hvíldar. Oðinslianarnir voru enn á sama stað, syntu við bakkann og kinkuðu kolli eins og áður. Konur þeirra voru enn ekki komnar lieim. í klettunum liandan við ána krunkuðu nokkrir hrafnar og hopp- uðu. Voru það hjón með unga sína, sem orðnir voru fleygir fyrir nokkru. Hrafna- lijón urpu þar í klettunum á þessum ár- unr og gera það ef til vill enn. Margir hafa horn í síðu krumma, en mér er heldur vel við hann og myndi sakna hans, ef hann dæi út. Hann hefur fylgt okkur frá upphafi og á sinn sess í sögu 26 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.