Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 44
met. Sverrir kastaði lengst af okkur,
72,14 metra. Við Halldór vorum jafnir
með 66,45 m. (léleg köst).
Snrnn dag kl. 2 e. h. hófst grein nr.
9, einhendiskast, frjáls aðferð og útbún-
aður. Sama þyngd og að ofan getur, 17,72
grömm. Lengst kastaði B. Fontaine frá
Bandaríkjunum, 120,45 metra — nýtt
Linan vegin.
heimsmet. Ég kastaði tvö af fimm köst-
um, tæpa 50 metra; vakð svo að hætta
vegna lasleika, sem ég hafði kennt hér
lieima áður en ég fór, og hrjáði mig
rneira og minna alla ferðina. Halldór
hætti við þessa grein.
FimmtuA. 24. kl. 8 f. h. hófst grein nr.
1, þ. e. hitdköst í mismunandi fjarlægð-
um. Einhendis flugustöng. Það vann A.
Kolseth, Noregi, með 100%. Hitti allt í
fyrsta sinn.
A sarna tima hófst grein nr. 4., tvíhend-
is flugukast. Lengst kastaði J. Kolseth,
Noregi (sonur A. Kolseth), 62,79 metra,
nýtt heimsmet. — Sverrir kastaði lengst af
okkur, 46,03 metra. Halldór 42, 37 m. og
ég 39,32 m.
Sama dag kl. 1.30 hófst svo grein nr.6.
Hittiköst með 10,5 gramma beitu. Ein-
hendis-spinnútbúnaður. Þar vann B. Fon-
taine, Bandaríkjunum, með 66 stigum af
100 mögulegum — 1500 stig.
Föstud. 25. kl. 8 f. li. byrjaði keppni
í grein nr. 8, 10,5 gramma beitukast með
spinn-útbúnaði, einhendis. Lengst kast-
aði H. Berli, Sviss, 64,72 metra.
Sama dag kl. 1,30 hófst 10. grein, — 30
gramma beitukast með spinn-útbúnaði,
tvíhendis. Lengst kastaði Myron Gregory,
Bandaríkjunum, 160,48 metra, — nýtt
heimsmet. —• Ég kastaði lengst af okkur,
129,60 metra, Sverrir 122,94 m. Halldór
122,89 m.
Laugard. 26. ld. 8 f. h. byrjaði grein
nr. 2: Blandað, hitti- og lengdarköst með
einhendis flugustöng. Þar vann W.
Stubbi, Þýzkalandi með 1500 stigum.
Hitti 37 sinnum af 45 mögulegum.
Lengsta kast 34,14 rnetrar.
Sama dag kl. 1,30 hófst grein nr. 5.
Hittiköst með 17,72 gramma beitu, ein-
hendis, það vann S. Scheen, Noregi. Hitti
í 92 skipti af 100 mögulegum og hlaut
1500 stig.
Sunnud. 27. kl. 8 f. h. liófst grein nr. 3,
einhendisflugukast. Lengst kastaði R.
Frederiksen, Svíþjóð, 51,20 metra, nýtt
heimsmet. — Sverrir kastaði lengst af
okkur, 42,07 m. Halldór 40,85 m. Ég
kastaði 34,45 m.
Hér að ofan er eingöngu getið lengsta
kasts hvers manns (meðaltali sleppt) og
þar sem þess er ekki getið, tókum við
ekki þátt, þ. e. nr. 1—2—5—6—8. Og þar
með lauk þessu skemmtilega og að mörgu
leyti lærdómsríka móti.
Heimsmeistari í öllum 10 greinunum
samanlögðum varð í þriðja sinn Jan Tar-
antino, með 12086,8 stigum. Það sem
vekur sérstaka athygli í sambandi við
34
Veiðimaðurinn