Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 19

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 19
fyrir mér hinn fagra fjallahring, sem blasir við okkur þarna. Veðrið er einkar fagurt þetta kvölcl — stillt veður og hlýtt, og sólroðinn að baki fjallanna hverfur því sem næst aldrei af liimni, heldur fær- ist austar, er á nóttina líður. Ég fer nú að hyggja að færi mínu, beiti á ný og kasta út. Ég vind hnuna hægt inn á hjólið, hér kom eitthvað við línuna — og nú er kippt hressilega í, og gleymdur er fjallahringur og fagur himinn.... Ég er með ’ann, piltar Hann er sprett- harður sjóbirtingurinn. Þótt þetta sé ekki stór fiskur er hann með afbrigðum fjör- ugur. Hann strikar fram og aftur, og berst fyrir lífi sínu, vesalingurinn, eins og kraftar hans leyfa — en hvað má hann sín á móti ofureflinu. Hér var ójafn leik- ur, og brátt er hann dreginn á þurrt. Ný- runninn, sílspikaður tveggjapundari. Ég beiti fljótlega á ný og kasta út, hann er á aftur, svipaður að stærð og honum er landað fljótt. Ég dorga nú góða stund, en verð ekki var. Ég tek nú úr veiðitösku minni áhald, sem gárungar hafa gefið nafnið „letingi“, en það er „stativ“, sem stungið er í sand eða gras, og er stangar- handfanginu síðan fest þar í. Heldur þetta stönginni því sem næst lóðrétt nppi. Ég læt nú þyngri sökkur á taum- inn, kasta síðan langt út, festi þá stöng- inni á letingjann. Þessi aðferð, að láta færið liggja, er mjög tíðkuð hér á Hrauni. Bæði vegna þess að engin laætta er á botnfestu, og í öðru lagi, þegar fiskur er tregur, gefur þessi aðferð mönnum tækifæri til að fá sér kaffisopa og spjalla við veiðifélaga sína, án þess að þeir glati möguleikanum til þess a'ð hreppa eitt- hvað. Ég geng nú t,il félaga minna og fæ fréttir af aflabrögðum. Þeir hafa veitt nokkra tveggjapundara og einn fjögurra punda. Þegar ég hef skoðað veiði þeirra, geng ég að vistageymslu okkar, sem er skammt frá stöng minni, fæ mér kaffi- sopa og treð í pípu mína. Ég leggst þarna í mjúkan sanndinn og læt fara vel um mig. Það er þægilegt. að liggja þarna endilangur og vera samt að veiða. Ég fylgist vel með stöng minni, þar sem hún trónar upp í loftið. Stangartoppur- inn bærist mjúklega, en það er víst golan en ekki fiskur, sem veldur því. Og nú, sem ég ligg þarna, sækja á mig minningar frá mörgum skemmtilegum stundum, sem ég hef eytt hér. Ósjaldan Iiefur afli verið rýr, en oft hefur veiði- gyðjan verið mér hliðholl. Ég fer í hug- anum allmörg ár aftur í tímann — ég sé fyrir mér þrjá unga menn. Þeir standa hér á svipuðum slóðum og við erum nú á. Þeir eru sáttir við lífi'ð núna, því þeir hafa lent í slíkri uppgripaveiði, að annað eins hefur ekki hent þá áður. Þeir hafa ekki við að beita og landa.... og heim- leiðis halda þeir klyfjaðir sjóbirtingi, sem er frá tveim upp í fimrn pund að stærð. ég er að dorga með maðk, og ekki langt frá mér er veiðimaður, sem ástundar sömu iðju. Allt í einu verðum við báðir varir við fisk. „Þarna tók hann loksins", segi ég. „Ég er líka með ’ann“, segir granni minn. Ég finn, að þetta er vænsti fiskur, og er ég hef þreytt hann hæfilega, bý ég mig undir að landa honum. Ég sé að granni minn hefur það sama í huga, og við löndum samtímis, því að við erum báðir fastir í sama fiskinum! Nú er eft,ir að vita, hvorn öngulinn fiskurinn hefur gleypt. Færi okkar voru í einni flækju, Veiðimadurinn 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.