Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 63
16. júní 1958, er félaginu skýrt frá því,
að Veiðimálastjórnin liefði ekki nægjan-
leg gögn í höndum til þess að ákvarða
fyrir sitt leyti stangafjölda á vatnakerfi
Ölfusár-Hvítár. Auk þess yrði tekið upp
nýtt fyrirkomulag á netaveiði á vatna-
svæðinu, og væri ekki vitað, hvernig
veiðin myndi koma út samkvæmt því.
Þó var talið nauðsynlegt, að fækka stöng-
S.V.F.R. heiðrar
Steingrím Jónsson.
FYRIR nokkru ákvað stjórn S. V. F. R.
að láta gera fyrir félagið merki úr gulli,
sem veitt skyldi þeim, sem mestu viður-
kenningar teljast, maklegir frá þess hálfu.
Sami maðurinn kom allri stjórninni í
hug, þegar ákveða átti hverjum veita
skyldi fyrsta merkið. Sá maður er Stein-
grímur Jónsson rafmagnsstjóri. Þótt
hann sé ekki félagi í S. V. F. R. og fáist
ekki sjálfur við stangveiði, mun enginn
einstaklingur hafa lagt málefnum stang-
veiðimanna nieira lið en hann. Áhugi
lians fyrir fiskrækt og skilningur á gildi
hennar fyrir þjóðfélagið er svo kunnur,
að óþarft er að fjölyrða um það hér að
þessu sinni, enda að nokkru rakið í af-
mælisblaði félagsins sl. vor.
Um leið og félagsstjórnin afhenti Stein-
grími merkið, tjáði formaðurinn honum
þakkir allra félagsmanna fyrir þennan
merka þátt í lífsstarfi hans, og undir þær
þakkir viljum við allir taka af heilurn
lnig.
Ritstj.
um frá því sem verið hafði, með tilliti
til ráðgerðrar fjölgunar á netum á vatna-
svæðinu.
Greinarhöfundur hefur safnað skýrsl-
um um veiði á félagssvæði Veiðifélags
Árnesinga með það fyrir augum að fá
grundvöll undir ákvörðun urn stanga-
ljölda á umræddu félagssvæði. Þessar
skýrslur liggja nú fyrir, og liafa verið
sendar Veiðifélagi Árnesinga.
Með tilvísun til áðurnefnds 3. liðar 30.
greinar lax- og silungsveiðilaganna hefur
þess verið óskað, að stjórn Veiðifélags
Árnesinga sendi sem fyrst rökstuddar og
ákveðnar tillögur um fjölda stanga, sem
nota skuli á félagssvæðinu um veiðitím-
ann í sumar.
í þessu sambandi skal þess getið, að í
bergvatnsám í Borgarfirði, sem eru sam-
anlagt um 215 krn. að lengd að meðtöld-
um fernum ármótum bergvatnsáa og
Hvítár í Borgarfirði, var veitt s. 1. sum-
ar með nærri 37 stöngum. Svarar það til
að 1 stöng liafi veitt að meðaltali á 5,8
km. löngum kafla. Meðalveiði pr. km.
var 10 laxar eða alls veiddust 58 laxar á
hverja stöng. Til samanburðar skal þess
getið, að bergvatnsárnar, sem falla í Ölf-
usá-Hvítá, eru sem næst 110 km. að lengd
samanlagðar. Þegar stangaveiði við þrenn
ármót bergvatnsáa og Ölfusár-Hvítár eru
tekin með, þá hafa veiðst að meðaltali
7,9 laxar á hvern km. 1958. Eins og fyrr
segir, þá var laxveiðin á vatnasvæði Ölf-
usár-Hvítár mjög góð. Má ætla, að í með-
alári muni veiðast eitthvað færri laxar á
livern km. að meðaltali heldur en í fyrra
og er eðlilegt að hafa það í huga, þegar
athugað er, hve hæfilegt sé að hafa marg-
ar stengur á vatnasvæðinu.
VlilDIMAÐURINN
53