Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 57
Frá aðalfundi L. I. S
Aðalfundur Landssambands íslenzkra
stangveiðimanna var haldinn í Hafnar-
firði þann 1. nóvember.
Til umræðu voru fyrst og fremst klak-
málin og ræktun silungs og lax, svo og
árleigur. Sýndu fulltrúarnir mikinn á-
huga fyrir klak- og ræktunarmálunum og
töldu eðlilegast að Landssanrb. ísl. stang-
veiðimanna hefði forgöngu í þessum mál-
um, en það er orðin aðkallandi nauðsyn
að auka klak og seiðaeldi frá því sem nú
er .
Vegna hinna háu yfirboða í laxveiðiár,
var eftirfarandi tillaga samþykkt með
samliljóða atkvæðum:
„Aðalfundur Landssambands ísl.
stangveiðimanna, haldinn sunnudag-
inn 1. nóvember 1959 í Alþýðuhúsinu
í Hafnarfirði, samþykkir að víta liarð-
lega stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og aðrar opinberar og hálf-
opinberar stofnanir, sem nú eða áður
bjóða óheyrilega hátt verð í veiðirétt-
indi í ýmsum laxveiðiám fordæmi, sem
er stórhættulegt og líklegt til að skaða
stangveiðimenn og veiðiréttareigendur
ekki síður, er fram líða stundir, for-
dæmi, sem skoða verður sem beina
árás á íslenzka stangveiðimenn, þar
sem þeirn er ómögulegt að greiða slík-
ar leigur, fordæmi, sem algjörlega er
óþarft og auðveldlega mátti komast
hjá, þar sem aðrir möguleikar voru
nærtækari og, sem hentað hefði t. d. S.
H. miklu betur“.
í Landssamb. ísl. stangveiðimanna
eru nú 17 stangveiðifélög. Veiðimála-
stjóri, Þór Guðjónsson var mættur á
fundinum í boði stjórnar sambandsins.
ins.
Stjórn Landssambands íslenzkra stang-
veiðimanna er nú þannig skipuð:
Formaður: Guðmundur J. Kristjánsson,
fulltrúi, Reykjavík.
Gjaldkeri: Friðrik Þórðarson, forstjóri,
Borgarnesi.
Ritari: Hákon Jóhannsson, verzlunar-
maður, Reykjavík.
Varaform.: Sigurpáll Jónsson, skrif-
stofumaður, Reykjavík.
Meðstjórnandi: Alexander Guðjónsson,
forstjóri, Hafnarfirði.
LAXVEIÐIN 1959
Samkvæmt upplýsingum frá veiðimála-
skrifstofunni eru lokatölur úr eftirtöld-
um ám sem hér segir:
Laxafjöldi: Meðalþyngd:
Elliðaárnar .... 1018 5.43 pttnd
Laxá í Kjós .. . 1018 6.94 -
Bugða í Kjós . . 202 5.85 -
Laxá í Leir. . . 484 7.17 -
Norðurá 803 5.86 -
Laxá í Dölum 786 8.02 -
Fáskrúð 234 6.47 -
Miðfjarðará . 1924 8.29 -
Blanda 637 9.24 -
Svartá 516 9.54 -
Laxá í Aðaldal 1075 10.44 -
Veioimaourinn
47