Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 24

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 24
lyktin getur verið þægileg eða óþægileg, e£tir því hvað hugsunin snýst um. Þegar við hófum tilraunir okkar, byrj- uðurn við á að rannsaka, hvort fiskar gætu greint lyktarmun af mismunandi vatnagróðri. Við notuðum vatnsbúr með sérstökum útbúnaði, þar sem lyktin var leidd í vatnið gegnum rör. Fiskarnir fengu æti að launum fyrir að leita á eina lyktina (með því að synda í rörinu). Ef þeir runnu á aðra, var þeim hegnt með veikum rafstraumi. Þegar fiskarnir höfðu verið æfðir í að velja á milli, kjósa eina lykt fram yfir aðra, voru þeir prófaðir með daufum lyktarvökvum, úr fjórtán mismunandi vatnaplöntum. Þeir gátu greint lykt allra þessara plantna hverja frá annarri. Gróðurinn lilýtur að vera mjög mikil- vægt atriði í lífi vatnafiska. Lyktin af hon- um vísar þeim sennilega leið til ætis- stöðva, þegar skyggni er vont, eins og t. d. í gruggugu vatni eða að næturlagi, og hún getnr einnig varnað því, að seiði liætti sér út úr öruggum fylgsnum. Lykt getur líka varað fiska við eitri. Við ger'ð- um reyndar þá uppgötvun, að með að- stoð fiska má komast að raun um magn óhreininda, sem berast í vatn frá verk- smiðjum. Sílin, sem við þjálfuðum, gátu fundið phenol, sem er algengt eiturefni frá verksmiðjum, þótt magnið væri miklu minna en memi fá greint. Allt renndi þetta stoðum undir þá til- gátu, sem rannsóknirnar á leyndardómn- urn um ratvísi laxins til uppeldisstöðv- anna voru byggðar á. Við megum gera ráð fyrir, að sérhver árspræna hafi sína sérstöku lykt, sem ekki breytist frá ári til árs, og að seiðin, sem venjast þessari lykt, áður en þau fara til sjávar, kannist við hana eftir að þau eru orðin fuliþroska og geti fundið hana og fylgt lienni þang- að, sem hún á upptök sín, þegar þau koma aftur úr sjó, til þess að hrygna. Nokkur vafatriði eru auðvitað í þess- ari kenningu. Hið fyrsta, sem við próf- uðum var þessi spurning: Hefnr hver á sína eigin lykt? Við tókum vatn úr tveimur lækjum í Visconsin og rannsökuðum, hvort fiskar gætu greint þar á milli. Við prófuðum þetta fyrst á minnó og því næst á laxi, og báðar tegundirnar greindu mismun. F.n þegar við eyðilögðum nefvefina, gat fisk- urinn ekki fundið mun á vatninu. Við efnagreiningu kom í ljós, að meg- inmunurinn á vatninu úr þessutn tveim- ur stöðum var í lrinu lífr.ena efni. Við reyndum fyrst fiskinn i stigeimdu vatni, og komumst að raun um að efnin, sem aðal máli skiptu, voru reikul, lífræn efni. Sú hugmynd, að fiskur gangi á lykt, var ennfremur studd með svæðisrannsóknum. Ur tveimur kvíslum Issaquah-árinnar í Washington-fylki tókum við nokkra kynþroska iaxa, sem komnir voru heim til að lrrygna. Við tróðum bómull upp í nasirnar á helmingi hvors hópsins og slepptum svo öllum löxunum í fljótið fyrir neðan kvíslarnar, til þess að þeir þyrftu að ganga upp aftur. Flestir fisk- arnir, sem ekki var troðið upp í nasirnar á, fóru aftur upp í þá kvísl, sem þeir höfðu gengið í fyrst; en hinir „þef- blindu“ gengu sitt á hvað — völdu röngu kvíslina álíka margir og þeir, sem hittu á þá réttu. Árið 1949 var laxahrognum úr Horse- fly-ánni í British Columbía klakið út og 14 Vf.iðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.