Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 26
leiddu í ljós, að iiskar muna lykt og missa
ekki hæfileikann til þess að greina einn
þef frá öðrum, þótt langur tími líði frá
þjálfun þeirra. Ungir fiskar muna lykt
betur en gamlir. Rannsóknir á öðrum
sviðum hafa einnig sannað, að dýr muna
aðstæður, sem þau hafa vanist við á unga
aldri og hegða sér eftir því. T. d. er til
fluga, sem verpir eggjum sínum á lirfu
mjölmaðksins og þar klekjast þau út og
þroskast. En séu egg þessarar flugu flutt
í fóstur til hunangsflugunnar, þá verpa
þessar flugur, þegar þær verða kynþroska,
eggjum sínum á lirfu hunangsflugunnar
og bregða þannig út af venju ættarinnar.
Við teljum þá, að rök hafi verið færð
að því, að hver á hafi sína sérstöku lykt,
að laxinn þekki aftur þá lykt, sem hann
hefur vanist og fari eftir henni, þegar
hann kemur lieim úr sjó.
Þá er næsta spurning: Ræður þefskynj-
unin ein stefnu lians á heimferðinni? Ef
við gætum ginnt göngulax, sem er á leið
til æskustöðva sinna, til þess að fara í
aðra á, með gervilykt eins og þeirri, sem
hann vandist, mætti svo fara, að við hefð-
um ekki aðeins leyst gátuna, sem vísinda-
mennirnir liafa verið að glíma við, held-
ur líka fundið ráð til þess að bjarga lax-
inum — beina för hans til riðstöðva þar
sem engir stíflugarðar eru til að hindra
gönguna.
Við fórum að leyta að efni, sem hægt
væri að venja laxinn við. W. J. Wisby og
ég, Arthur Hasler, teiknuðum tæki til
þess að prófa, hvernig laxinn bregzt við
lykt mismunandi lífrænna efna. Þetta er
búr með fjórurn áföstum rásum, og í
hverri þeirra eru nokkur þrep, sem fisk-
urinn verður að stökkva, til þess að kom-
ast upp rásina. Vatn fossar niður hverja
rás. Lyktarefni er látið í eina rásina og
áhrif þess á fiskinn sjáum við á því, hvort
hann sækir inn í rásina, forðast hana eða
gerir livorugt. (Sjá mynd bls. 15).
Við þurftum að finna efni, sem laxinn
hvorki drógst að né forðaðist í byrjun, en
var hægt að venja hann við svo að hann
drægist að því. Þegar við höfðum prófað
nokkra tugi lyktarefna, uppgötvuðum
við, að dauf upplausn af morpholine
hvorki dró laxinn að né fældi hann frá,
en hann gat greint lyktina þótt skammt-
urinn væri afar lítill eða 1/1.000000. Svo
virðist sent morpholine fullnægi þeim
kröfum, sem gera verður til efnis, sem
nota á í þessu skyni: Það er uppleysanlegt
í vatni, það finnst lykt af því, þótt
skammturinn sé sáralítill og það heldur
eiginleikum sínum í straumvatni. Lax-
inn hvorki sækir að því né forðast það,
meðan hann er óvanur því, og þess vegna
hefur það aðeins áhrif á fisk, sem er orð-
inn vanur því.
Samverkamenn okkar eru nú að at-
huga það á nokkrum stöðum á Kyrra-
hafsströndinni, hvort laxar, sem hafa van-
izt morpholine meðan þeir voru seiði, fást
til að ganga í aðrar ár en þær, sem þeir ól-
ust upp í, þegar þeir koma til að hrygna.
Því miður er ekki víst, að þessi rannsókn
taki af öll tvímæli. Ef ekki tekst að fá
laxinn til að ganga í aðra ár, getur á-
stæðan blátt áfram verið sú, að ekki sé
hægt að draga hann að með neinu ein-
stöku efni, heldur þurfi nákvæmt sant-
bland einhverra lyktarefna, sem hann
hefur vanist í heimaá sinni. Þegar morp-
holine er látið í vatnið verða áhrifin
kannski eitthvað svipuð því, að hljóð í
16
Veiðimaourinn