Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 15

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 15
getur líka orðið nokkurra ára bið á því. En laxinn kemur — undantekningarlítið ratar hann á mynni árinnar, sem hann kiaktist út í. En breytingin er mikil. Sei'ðin, sem gengu til sjávar, voru á stærð við sardínur. En sá lax, sem kemur af hafi, er stór, feitur og þungur fiskur og ótrúlega sterkur. Laxar, sem lengi hafa verið í sjó, geta verið sextíu pund að þyngd eða meira. Nú veitir laxinum ekki af því að vera sterkur, því að hann á framundan örð- uga leið upp árnar að riðinu, þar sem liann sjálfur skreið úr mölinni. Og á þeirri leið eru margir óvinir og skæðir. í fjörðum og víkum eru hnísur. Við mynni ánna voka selir í fyrirsát. Þegar upp í árnar kemur, má víða búast við minkum og otrum. Sta’ðnæmist laxinn í grunnum polli, getur þar borið að svangan grábjörn. Maðurinn er þó skæðasti óvinurinn. Hann leggur net og gildrur við ármynn- in, liann gerir kistur í ánum, leggur þar net og dregur á. Og við hvern streng standa menn með stöng og ginna þennan fallega fisk með flugum og spónum, sem verða oft hans banabiti, ef hann lætur tælast. III. Þegar í árnar kemur, klýfur laxinn strauminn af mikilli elju. Fjóra til fimmtán kílómetra fer hann á hverjum degi, eftir því gegn hve miklum straum- þunga er að sækja. Og lítið hirðir hann um að nema staðar til þess að leita sér fæðu. Samt brestur hann ekki þrek. Honum ægja ekki strengir og flúðir. Hann stiklar fossa, þótt þeir séu tíu feta háir, í einni atrennu, og hann klöngrast jafnvel upp fossa, sem eru fjörutíu til fimmtíu fet, ef þar eru stallar og afdrep, svo að hann geti hvílt sig og farið þetta í áföngum. Á leiðinni upp ána slitnar smátt og smátt úr lestinni. Hver lax leitar í þá þverá eða kvísl, þar sem hann var gotinn í. Þegar upp í árnar kemur, fara fiskarn- ir líka að para sig. Þegar loks er komið á áfangastað fer hrygnan að sveima með botni og fægja hann með sporði sínum og uggum og draga djúpar rásir í mölina. í þessar rásir hrygnir hún — nokkrum tugum lirogna í senn. Hængurinn spýtir sviljum yfir hrognin, um leið og þau sökkva niður í rásirnar, en hrygnan þek- ur þau með möl. Þannig halda hjónin á- fram allt að fimm daga. Þá getur ein hrygna verið búin að brygna nær tuttugu þúsund hrognum. En nú eru þau líka aðframkomin af þreytu. Kyrrahafslaxinn deyr ævinlega að þessu loknu. En Atlantshafslaxinn er þrautseigari og kemst oft til sjávar aftur. Þar réttir hann við, ef óvinir hremma hann ekki, og snýr á sínum tíma aftur upp í árnar til þess að hrygna í annað sinn. í fyllingu tímans kviknar líf í hrogn- unum. N ý kynslóð er að fæðast, ný hring- rás að hefjast.. IV. Þetta er það, sem kunnugt er um lax- inn og lifnaðarhætti hans. Það er vissu- lega heillandi saga. En hitt seiðir þó enn meir, er menn vita ekki. Fyrsta ráðgátan er: Hvar er laxinn og hvernig hagar hann sér, á meðan hann Vribimaburinn 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.