Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 62
Ölfusár-Hvítár 1958 hefur verið eins góð
að tiltölu eins og í Hvítá í Borgarfirði
árið áður, þá ætti laxveiðin á hvern km.
að vera nál. 23, en það samsvarar því, að
meðalveiði á umræddu vatnasvæði væri
rétt rúmlega 4000 laxar, Er það nokkuð
nálægt áætlun, sem ég hefi áður gert eft-
ir athugunum á veiðiskýrslu af vatna-
svæðinu, og hefi margskýrt frá, sem sé,
að veiða megi að meðaltali milli 4 og 5
þúsund laxa á margnefndu vatnasvæði.
Við athugun á skipan veiðimála í Ár-
nessýslu þarf að sjálfsögðu að ganga út
frá meðalástandi í veiði en ekki óvenju-
legu ástandi, eins og allar líkur benda
til að verið liafi sumarið 1958.
Annað höfuðmarkmið lax-og silungs-
veiðilaganna frá 1932 og 1957 var að
jafna veiðihlunnindi milli einstakra
hluta vatnakerfa miðað við það, sem áð-
ur var. Þegar athugað er, hve vel þetta
markmið hefur náðst í framkvæmd lag-
anna á félagssvæði Veiðifélags Árnesinga,
þá kemur í ljós að litlar hreytingar hafa
okðið þar á. Á árunum 1924—28 var með-
alveiðin 3726 laxar og skiptist veiðin þá
milli einst.akra hluta vatnakerfisins eins
og fram kemur í töflunni hér á eftir.
Samsvarandi tölur fyrir 1958 er einnig
að finna í töflunni.
Laxveiðin á einstökum hlutum
vatnasvæðis Ölfusár-Hvítár.
1924-28 1958
Ölfusá .. 69,1% 60,8%c
Hvítá • • 20,2% 29,8%c
Bergvatnsárnar . . ■ • 10,7% 9,4%0
100,0% 100,0%c
Af töflunni má sjá, að tilfærsla veiði-
hlunninda á umræddu vatnasvæði hefur
orðið þannig, að 9% af heildarveiðinni
liefur flutzt úr Ölfusá í Hvítá, en hlutnr
bergvatnsánna er 1,3% lakari heldur en
liann var á árunum 1924—28.
Ef tryggja á sæmilega sanngjarna og
skynsamlega skipan veiðimála í Árnes-
sýslu er nauðsynlegt að breyta umræddu
ástandi, og er það á valdi Veiðifélags Ár-
nesinga að gera það. Verður nauðsynlegt
að bæta hlut bergvatnsánna. í þessu sam-
l)andi skal þess getið, að hlutfall milli
veiði í jökulvatni og bergvatni á vatna-
svæði Hvítár í Borgarfirði er sem næst
2:1, en 9:1 í Árnessýslu. Netafjöldi í
Hvítá í Borgarfirði og í Ölfusá-Hvítá
hefur verið svipaður, en ætla má, að veið-
in á síðarnefnda svæðinu sé þriðjungi
minni að meðaltali og ætti því netafjöld-
inn að vera þriðjungi minni, ef svipað
ástand ætti að vera á báðum vatnasvæð-
um.
STANGA VEIÐI
í 3. lið 30. greinar nr. 53/1957 um lax-
og silungsveiði er svo ákveðið, að veiði-
málastjóri og Veiðimálanefnd skuli á-
kveða, hve margar stengur skuli hafa
samtímis í hverju veiðivatni. Leita skal
álits veiðifélaga um stangafjöldann.
í Hréfi Veiðifélags Árnesinga, dags. 24.
maí 1958, leggur stjórn þess til, „að
stangafjöldi ver'ði ákveðinn með hliðsjón
af samningi þeim, er veiðifélagið gerði
við Stangaveiðifélagið Flugu fyrir síð-
astliðið ár og með tilliti til þeirrar veiði
annarrar, sem stunduð hefur verið á
veiðisvæðinu undanfarið".
I bréfi til Veiðiíélags Árnesinga, dags.
52
Veiðimaðurinn