Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Blaðsíða 30
Enginn staður, sem ég veit um, reyn-
ir jafn mikið á þol stangarinnar, styrk-
leika línunnar og sálarjafnvægi veiði-
mannsins. Þar verður að nota tækifærin
og vita hvenær þau standa til boða. Það
má segja að við kvíslina geti allt skeð,
enda hafa þar margir svo ótrúlegir hlut-
ir gerzt, að þýðingarlaust væri að segja
þeim, sem ekki hefði upplifað þar nokkra
æsandi atburði. Sjálfur myndi ég trúa
næstum því hverju, sem sagt væri um
bardaga við mi'kla og stórlynda laxa í
kvísl’nni. Hún er í mínurn augum
sérstæð, ólík og æðri öllum öðrum veiði-
stöðum. Eg vona að ég gangi aldrei úr
þeim álögum, sem ég hefi orðið fyrir af
völdum kvíslarinnar. Að heyra nafnið
eitt getur bæði valdið því, að kaldur sviti
renni n:ður bakið og sæluhrollur líði um
mig allan. Mér er svipað farið með það
og þegar ég var ástfanginn í fyrsta skipti,
þá innan fermingaraldurs. Þá var nrér
nóg að sjá þá útvöldu, til þess að komast
í óraunverulegt, æðra ástand, svo maður
ekki minnist á minnstu snertingu af
hárlokki. En þessi næmleiki fyrir álög-
um hvarf með árunum, og tilheyrir nti
liinni sárblíðu rómantík æskuáranna.
Þessa töfra finn ég svo aftur á stórgrýtinu
við kvíslina. Að vísu við skoplega ólíkar
aðstæður, en livað sem því líður, eru
það sömu töfrarnir. Og það bezta er að
álögin vara, þau eru ekki háð miskunn-
arleysi tímans, sem hleður á mann árun-
um, og myrðir næmleika æskuáranna.
Sem sagt, ég hefi fundið dýrmætan, glat-
aðan fjársjóð við kvíslina, sem kemst
langt með að opna syndurn hlaðið hjarta
fyrir hinni lireinu fegurð.
O, góða kvísl, mín ævarandi festarmey,
svo hrein og óspjölliið á hverju vori. Á
þig bítur ekki tímans tönn þótt allt breyt-
ist. Ár hvert munt þú verða ferzk og
full af glampandi sórlaxi, og þar mun
hver sem reynir, bæði komast í náið sam-
band við grózkumikið vor og finna vor-
ið í sjálfum sér.
☆
Ég er nú kominn að staurnum við
kvíslina, þar sem útsýn yfir vatnið er
ágæt. Bíð-um við: Þarna glitrar á eitt-
hvað. Nokkrir stórlaxar liggja tit í
strengnum. Ég þræði maðkinn upp á
öngulinn, með skjálfandi fingrum, og
læðist niður að vatninu. I fyrsta kastinu
glefsar lax í agnið. Ég dreg inn í snatri
og beiti á ný.
I næsta kasti er hann á. Nú mun hefj-
ast sá aðgangur, sem enginn fær gleymt.
Hvernig hann endar er óvízt ennþá, því
honum er ólokið. Um ókomin ár mun
leikurinn standa, tvísýnn og æsandi,
þrunginn töfrum óvissunnar, á grjótun-
um við kvíslina góðu.
Kaups kaups!
ÞESSl veiðisaga birtist i tímaritinu Glettum,
marzlieftinu 1959:
Haraldur: Einu sinni í sumar var ég að veiðum
á Arnarvatnsheiði og veiddi þá silung, sem var
þriggja feta langur.
Sigurður: Hvað er það? Slíkt getur alla hent. En
þegar ég var að veiðum í Soginti í sumar, þá veiddi
ég nýja gaslukt og það merkilegasta við þetta er
það, að það logaði enn á luktinni.
Haraldur: Nei, vinur minn, þú getur aldrei talið
mér trú um þessa fjarstæðu.
Sigurður: Þá það, — þá það. — Ef þú skerð tvö
fet af silungnum þíniun, þá skal ég slökkva á lukt-
inni.
20
Veiðimaðurinn