Faxi - 2022, Page 25
FAXI 25
Reykjanesbær
Gleðileg jól
Gott og farsælt nýtt ár!
Þökkum samskiptin á liðnu ári.
SUÐURNESJABÆR
óskar starfsmönnum
sínum og öllum bæjarbúum
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Þökkum liðið ár.
Í fyrsta tölublaði Faxa 2008 er grein eft-
ir mig um fyrsta steinhúsið í Keflavík
á verslunarlóð sem stækkuð var 1891 og
leiddi til stofnunar nýs hrepps 1908. Til-
efnið var húsbygging Arinbjarnar bakara
við Hafnagötu en þar hóf hann bakstur
og verslun sem hann rak til dánardægurs
1914. Pakkhús úr timbri reisti Arinbjörn
neðan við bakaríið við fjöruna upp af
lendingu þar á kambinum.
Annað pakkhús úr steini lét hann hlaða
um leið en ekki við sjóinn hjá timbur-
pakkhúsinu eins og ég drap á í Faxa 2008.
Þar benti ég á að steinpakkhús þetta væri
fyrsta steinhús í Keflavík en gat þess um
leið að óljóst væri hvar það hafi staðið.
Ljósmynd af komu Sveins Björnssonar for-
seta til Keflavíkur 1944 sýnir forseta með
fylgdarliði ganga niður Hafnargötu framan
við símstöðina og pósthúsið. Bakarí
Arinbjarnar er í sömu götulínu. Milli sím-
stöðvar og bakarísins er lágreist hús með
vegg að götu og lágu risi er snýr suður og
norður með gafla beggja megin eins og á
torfbæ. Er húsið greinilega hlaðið úr steini
en minnir fremur á geymsluskúr en stórt
pakkhús. Stendur húsið steinsnar sunnan
við sjálft bakaríið, um það bil á núverandi
gatnamótum Ránargötu og Hafnargötu.
Þegar Ránargatan var lögð 1945 var um-
rætt steinhús rifið. Á Hafnargötu framan
við húsið ganga fjórir lögregluþjónar í
fylkingu forsetans eins og sést á ljósmynd
sem Vigfús Sigurgeirsson tók. Lögreglu-
þjónarnir eru á myndinni frá vinstri: Jón
Þórarinsson, þá yfirlögregluþjónn, Böðvar
Pálsson, Sigurður Brynjólfsson og loks
Benedikt Þórarinsson. Hníga öll rök að
því að lága steinhúsið ofan götunnar bak
við bakaríið sé steinpakkhús Arinbjarnar
sem ég gat um í Faxa 2008 og hafi verið
rifið við lagningu Ránargötu sem liggur
nú á milli Suðurgötu og Hafnargötu beint
andspænis hinni nýju og stóru fánaborg í
skrúðgarði Keflvíkinga.
Skúli Magnússon
Umrætt steinhús er til hægri á mynd, aftan við lögregluþjónana fjóra. Húsið var trúlega
birgðageymsla fyrir bakarí Arinbjarnar. Myndin er fengin úr ævisögu Sveins Björnssonar,
tekin af Vigfúsi Sigurgeirssyni
Steinpakkhúsið við gamla bakaríið