Faxi

Árgangur

Faxi - 2022, Blaðsíða 26

Faxi - 2022, Blaðsíða 26
26 FAXI Sólin skín lágt á himni þegar ég nálgast Reykjanesvita á fallegum haustdegi og þegar ég stíg út úr bílnum átta ég mig á því að það er logn. Hugsa með mér að ef það er logn á Reykjanestánni eins og hún er kölluð þá hljóti að vera logn í öllum heiminum. Það er því fátt sem minnir á ægivald Ægis og öll þau líf sem tapast hafa á sjó. Undir Reykjanesvita stendur hús vita- varðarins og þar við hlið er vélarhúsið þar sem nú hefur verið sett upp sýning um þennan fyrsta vita landsins og sjóslys á Suðurnesjum. Ég hitti þar fyrir Eirík P. Jörundsson sem hafði umsjón með uppsetningu sýningarinnar Leiðarljós að lífshöfn sem opnaði á síðasta ári. Eiríkur er sagnfræðingur að mennt og sérhæfði sig í fiskveiðisögu Íslands í námi sínu. Þá tók hann þátt í að byggja upp sjóminjasafnið í Reykjavík. Ég kem því ekki að tómum kof- anum þar þegar kemur að þessari merkilegu sögu okkar Suðurnesjamanna þegar rík fiskimið drógu að sér sjómenn alls staðar að af landinu. Hvert var upphafið að þessari sýningu? „Upphafið að sýningunni má segja að sé stofnun Hollvinasamtaka Reykjanesvita og nágrennis sem hafa það að markmiði að vernda og segja sögu þessa fyrsta vita sem var reistur á Íslandi. Fyrir nokkrum árum sömdu Hollvinasamtökin við Vegagerðina, sem heldur utan um rekstur vitans, um að leigja svonefnt Vélarhús sem stendur neðan Sýning um Reykjanesvita og sjóskaða á Suðurnesjum Leiðarljós að lífhöfn: Einn veggur í stærsta rýminu er tekinn undir nafnalista, en meira 3.400 Íslendingar fórust á sjó á síðustu öld

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.