Faxi

Volume

Faxi - 2022, Page 28

Faxi - 2022, Page 28
28 FAXI Bærinn í borginni „Ég er Árbæingur og í þá daga var Árbær- inn töluvert frábrugðinn því sem hann er í dag, eiginlega sveit í borg. Hverfið var ekki áfast við borgina, það var heilt Ártún og Elliðaár á milli Reykjavíkur og Árbæj- arhverfis og gamla Ártúnsbrekkan kolófær þegar snjóaði á vetrum. Þarna er ég alinn upp í því fyrirbæri sem er einskonar þorp í bænum. Þarna kynnist maður öllum og gaman að segja frá því að ég fer stundum á völlinn á sumrin, enda alinn upp í Fylki, þá getur maður séð hverjir eru forfeður sumra á vellinum.“ Við Fritz höldum áfram lengi vel að tala um þær breytingar sem hafa orðið á bæjar og borgarímyndum. En á hann einhverjar rætur suður með sjó? „Já heldur betur og best að halda því til haga, að ég á stóran frændgarð hér. Systkini mömmu minnar tóku upp á því að gifta sig hingað suður. Svo var langafi minn, Sören Valentínusarson seglasaumari búsettur hér. Ég á því frændfólk í báðar ættir hér syðra.“ Fritz hefur alltaf á átt auðvelt með að læra og er góður á bókina. Lærði snemma að lesa og var góður í stærðfræði. Eftir hefðbundna grunnskólagöngu í Árbæjar- skóla tóku menntaskólaárin við. Þar gekk nú á ýmsu. „Ég skráði mig í Menntaskólann í Reykjavík og fór á náttúrufræðibraut. En Þegar Fritz Már Jörgensson sótti fyrst um starf prest í Keflavíkursókn fékk hann ekki starfið. Biskup treysti sér ekki til að skipa í starfið og því var auglýst aftur. Fritz sótti um aftur en óskaði ekki eftir viðtali í það skiptið. Árið 2017 var hann síðan ráðinn prestur í Keflavík og starfar þar við hlið Erlu Guðmundsdóttur, sóknarprests. Hann vissi af frændfólki móður sinnar hér syðra en óraði ekki fyrir því hversu mikið af skyldmenn- um hann ætti hér. Hann hefur komið víða við á lífsleiðinni og má segja að hann hafi marga fjöruna sopið. Hann er sífellt að bæta við sig menntun og er löngu búinn að skáka Georg Bjarnfreðarsyni með sínar fimm gráður. Kristján Jóhannsson tók hús á Fritz og það var að sjálfsögðu byrjað á góðum íslenskum sið að spyrja, „Hvaðan ertu?“ „Gekk út með þennan gaur í hjartanu“ -séra Fritz Már Jörgenson prestur og glæpasagnahöfundur Það má bregða á leik í prestshempu. Mynd úr einkasafni Fritz

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.